Kjúklingarnir

Jæja, þá hefst kjúklingatímabilið í enska boltanum, amk hjá Arsenal, sem hefur haft þá stefnu á undanförnum árum, að láta kjúklingana spila í deildarbikarnum.

Svo verður einnig nú.

walrusÍ fyrra felldu börnin Liverpool, Tottenham og fleiri ágætis lið úr úrvalsdeildinni. En nú er það Newcastle, sterkt lið undir stjórn Sam Allardyce, fyrrv. stjóra Bolton, en hann mun vísast stilla upp sínu sterkasta liði gegn kjúklingunum.


En nú verða ný andlit á vellinum í búningi Arsenal. Í markinu verður Lukasz Fabianski, bakverðir Justin Hoyte og Armand Traore, og kannski Nordtveit hinn ungi fái séns í hafsentinum og þá kannski með einum reyndar, Toure eða Senderos, eða bara Gilberto. Á miðjunni verða Lassana Diarra og Denilson, eða e.t.v. Song, sem gæti líka spilað í hafsentnum í stað Norsarans. Walcott mun vísast spila sem hægri kantur, en vinstra megin gæti Diaby eða Eduardo komið inn, eða Randall kannski.

FabianskiFrammi verða Bendtner, hinn efnilegi Dani, og etv. Eduardo eða einhvert barnið.


En spurningin er: munu kjúklingarnir standa uppi í hárinu á stjörnum prýddu liði Newcastle?

Á myndinni til hægri er Lukasz Fabianski, hinn efnilegi markvörður Arsenal.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband