Methagnaður og björt framtíð

3Jæja, uppgjör Arsenal fyrir síðasta ár hefur verið kynnt. Það er methagnaður af rekstri félagsins og það sem meira er, nú þegar, eftir eitt ár, hefur Emirates Stadium skilað það miklum plús, að félagið er 35 milljónir punda í hagnaði af byggingu hans og meðfylgjandi aðgerðum, og það eftir aðeins eitt ár. Innkoma á "leikdegi" hefur tvöfaldast og svo framvegis.

 

Sjá eftirfarandi:

Uppgjör Arsenal 2006-2007
Viðtal við Edelman, séffann í rekstri Arsenal.

 


Og hverjir sögðu að Emirates Stadium væri erfiður biti að kyngja.


Þrátt fyrir um 500 milljóna punda útgjöld vegna Emirates, á Arsenal nú 70 milljónir punda í banka, og getur Arsene Wenger eytt eins miklu af þessu og hann vill, og gæti jafnvel eytt meiru, kæri hann sig um.


En miðað við hvað liðið er að gera núna, þarf ekki nýja leikmenn. Ég myndi þó vilja fá einn hafsent (þó norski unglingurinn sé langt á undan áætlun, aðeins 17 ára og "mörgum árum á undan í þroska" skv. Wenger; en vantar bara reynslu. Hann er orðinn fyrirliði unglinganna, aðeins nokkrum vikum eftir komuna til Lundúna), því Gallas virðist ætla að vera bara meiddur að jafnaði, og einhvern sem getur spilað sem kantmaður beggja megin, í staðinn fyrir Ljungberg.


Og síðan vil ég losna við Lehman og gefa Fabianski séns, þó Almunia hafi vissulega verið að standa sig vel.

 

En framtíðin er vissulega björt. Ekkert lið í Englandi hafði meiri tekjur á síðustu leiktíð; og vísast ekkert lið í heiminum (þó maður viti ekki með Real og Barca!); en a.m.k. skilaði ekkert lið eins miklum hagnaði af "daglegum rekstri").


Og Arsenal hefur efnilegasta lið í heimi!


Framtiðin er björt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband