Slagur uppi og niðri

Jæja, úrslitin í enska boltanum í dag voru nokkuð merkileg. Í botnliðaslagnum gerðu Bolton og Spurs jafntefli. Bolton virðist ekkert geta nú um þessar mundir, eftir að Big-Sam fór og Sammy little ákvað að reyna að láta liðið spila fótbolta, en ekki bara kýlingar og tæklingar. 1-1 semsagt, en þetta hljóta að vera vonbrigði hjá BOlton að ná ekki að sigra Tottenham, sem mín vegna má falla...þó ég efist um að svo verði.

 

1-0 fyrir Man Utd gegn Chelsea, þegar ég gáði síðast. Tevez skoraði undir lok fyrri hálfleik. Gott á þetta leiðinda Chelsea lið.


Og Pompey sigraði Blackburn rúbbíliðið á útivelli með marki frá fyrrv. Arsenal manninum Kanu. Newcastle vann West Ham, og Aston Villa vann Everton í innbyrðis slag "miðjuliðanna".



 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband