Hvað er eiginlega með þennan kalkún?

424374BJá ég stoppaði hjá OLÍS í Álfheimum fyrr í dag. Olíuljósið var byrjað að blikka þegar ég tók beygjur. Og ég sem hugsa bæði lítið og illa um bílhræið mitt. En maður verður þó að hafa næga olíu, svo ég renndi í hlaðið, fékk oliu, glerpissið og 1000 kall af bensíni (vona ég, því við hliðina á 95 oktana tanknum var etanól tankur).


Ég laumaðist síðan inn til að borga, en tók smá hring um jointið, rétt til að sjá hvort ég hefði þörf fyrir eitthvað. Nei, reyndar ekki. En ekki var þarna neina kalkúnasamloku að finna...enda var ég ekki að leita að henni. Olís hefur það, umfram marga aðra sölustaði ruslfæðis, að selja Línu-samlokur, sem eru að mínum dómi mun betri en þær frá Sóma og Júmbó. Selfyssingar kunna semsagt að smyrja samlokur!


imagesCAJGRPXXEn kalkúnn, sem í beinni þýðingu ætti að kallast Tyrki af bandarísku á íslensku, er furðuleg skepna. Æ, ég er eiginlega feginn að búa ekki í USA og þurfa að borða þetta á Þakkargjörðarhátíðinni. Síðast þegar ég var búsettur erlendis, og það í Washington DC, fékk ég mér hamborgara á Thanksgiving og var ánægður með að losna við Tyrkjann.


En plís, ekki misskilja mig. Þetta er ekki rasismi, eins og sumir menn vilja halda í hvert skipti sem sjálfstæðismaður skrifar um aðrar þjóðir. Þessir menn, sem flestir eru í VG, sjá nefnilega rasisma í hverju horni, nema sínu eigin. En jæja, nóg um það. Tyrkir eru ágætisfólk og hef ég ekkert út á þá að setja. Og Tyrkirnir í Kebabhúsinu við Grensásveg eru í miklu uppáhaldi hjá mér, en þar hef ég horft á fótbolta ár eftir ár...ja, allavega fjögur eða fimm, og haft mikla ánægju af. Og á fáum stöðum í bænum eru gengilbeinurnar hlutfallslega og að meðaltali jafn fallegar og þar. 


En nú verð ég víst að fá mér kalkún, enda á leið til Tyrklands, eins og sást í síðasta pistli vorum hér á vefskránni, þ.e. blogginu. Já, Meistaradeild Evrópu í skák er framundan, eða Evrópukeppni taflfélaga eins og sumir kalla þessa keppni. Í fyrra lentum við T.R.ingar í 5.-12. sæti í mjög sterkri keppni og vorum mun ofar en eló-stiga styrkleiki sveitarinnar gaf tilefni til að ætla, að raunin yrði. Hellismenn lentu auðvitað miklu neðar og urðu a.m.k. sumir Hellismenn lítt hrifnir af þessari upphefð T.R.inga.


skak-logo1Í fyrra sendu Íslendingar þrjár sveitir: Íslandsmeistarar T.R., bronslið Hauka og síðan Hellir, sem var um miðja 1. deild á því herrans ári, en fékk að koma með, enda hafa Hellismenn verið duglegir að sækja þetta mót hin síðari ár. Núna eru aðeins tvö lið á leiðinni suðureftir, til Tyrklands; Haukarnir sitja heima en hin tvö halda áfram.

Lið T.R. er nokkuð öflugt:


1. Hannes Hlífar Stefánsson SM
2. Igor-Alexandre Nataf SM
3. Þröstur Þórhallsson SM
4. Stefán Kristjánsson AM
5. Arnar E. Gunnarsson AM
6. Jón V. Gunnarsson AM


Varamaður, kafteinn fararstjóri og e.t.v. eitthvað fleira er fulltrúi stjórnar T.R., Snorri G. Bergsson, sá sem þetta ritar.

201Hellismenn stilla upp nærri því sínu sterkasta liði, en af einhverjum ástæðum hefði enginn þeirra sloppið í liðið hjá T.R. þetta skiptið. Óvíst er hvort Ingvar Xzibit fer með, en til vara (eða á 6. borði) verður hinn ötuli Rúnar Berg, sem glöggir lesendur þessa bloggs muna eftir úr frásögnum mínum frá Lúxemborgarmótinu frá því í júlíbyrjun.


En áður en einhverjir halda að óvild sé á milli félaganna tveggja, skal tekið fram, að svo er ekki. A.m.k. ekki frá mér, en ég var nú á sínum tíma meðal stofnenda Hellis. En gaman að minna Hellismenn á, stríðnislega séð, að enginn þeirra kæmist í T.R.liðið.


Það þarf þó ekki að þýða annað en það, því hver man ekki eftir því, þegar b-liðið frá FRAM fór í Víking og varð Íslandsmeistari! En í Hellisliðinu er m.a. fyrrv. formaður T.R.....reyndar voru þeir allir í T.R. í gamla daga, þegar þeir voru að alast upp, nema Rúnar Berg, sem ólst upp fyrir norðan.


En hvað er pointið með þessu?


Í raun voða lítið, nema e.t.v. að stríða aðeins Gunzó, hinum eitilharða formanni Hellis, og nágranna vorum á unglingsárunum, og, það sem meira er, drepa tímann uns LEIKURINN byrjar, þ.e. leikur Arsenal og Sevilla, í hinni Meistaradeild Evrópu, þeirri sem veltir milljörðum.



3Á meðan þurfum við strákarnir að tæma sparibaukana til að komast út. Nokkur aðstöðumunur á ferðinni. Taflfélögin hafa ekki efni á að senda úrvalslið sín í Meistaradeild Evrópu í skák, meðan stórliðin hafa ekki efni á að komast ekki þangað.


Og af hverju? Jú, af því að fleiri vilja horfa á fótbolta í sjónvarpi (a.m.k. þegar ítölsk lið eru ekki að spila - sorry EKE) en skák, sennilega af eintómum skepnuskap, því fleiri slasast í fótbolta en skák. Samt fórna menn biskupum og drottningum sínum á skákborðinu, en eins og Tammús forðum í goðsögnunum, rís lið þetta upp frá dauðum þegar hringrásin heldur áfram og næsta skák byrjar.


Svona rétt eins og þingmennirnir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband