Nú er að duga eða drepast

Stórleikur í kvöld. Arsenal og Sevilla á Emirates Stadium. Arsenal hefur verið að spila vel upp á síðkastið og er í efsta sæti Úrvalsdeildarinnar, en Sevilla er með firnasterkt lið -- eiginlega má segja, að Sevilla sé sterkari á pappírnum, ekki síst þar sem vörnin hjá Arsenal er ekki að meika það núna, þegar Gallas er meiddur og Gilberto verður vísast að fylla þar inn í aftur, eða Senderos, sem ekki hefur virkað verulega sannfærandi.


En a.m.k. verður þetta vonandi skemmtilegur leikur.


Kannski maður setjist niður fyrir framan sjónvarpið í kvöld...gallinn er, að ég er sjónvarpslaus! En Hótel Mamma er með Sýn og forláta sjónvarp, þannig að málið reddast (ef Sýn sýnir á annað borð þennan stórleik umferðarinnar, maður verður að tékká því líka).


En a.m.k.: þá er það Breiðholtið í um kvöldmatarleytið.

 


mbl.is Gallas, Eboue og Lehmann ekki með Arsenal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband