1. dagur í Sköfu

Jæja, þá þurfti maður að grípa til sköfunnar í morgun, í fyrsta skipti á þessum "vetri". Ja, veturinn er amk kominn á föðurættarslóðum mínum fyrir austan. Og í morgun þurfti ég að skafa af bílnum.


Sumarið var mjög gott, heilt yfir litið, þó haustrigningarnar hafi e.t.v. komið full snemma og staðið of lengi yfir. Hér hefur semsagt rignt meira eða minna í margar vikur og nú upp á síðkastið hefur verið skítakuldi á milli.


Sköfutíðin er því formlega hafin í Reykjavík og nágrenni. Fussumsvei. Kuldafhnykur í húsum vorum. Og maður þarf að setja hita á ofninn á nóttunni.


Maður hummar "Frost á fróni" yfir morgunkaffinu, en bítur á jaxlinn og rennir upp í háls á kuldaúlpunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband