Föstudagskvöld

Æ, eitt af þessum leiðinlegu föstudagskvöldum, þegar maður situr einn á skrifstofunni og nennir ekki heim. Smá hausverkum, en maður hristir þetta af sér.


Þetta hefur verið ömurleg vika, litið heildrænt yfir aðrar vikur á árinu í réttu samhengi. Rigning og rok, og maður er ekki viss hvaða árstíð sé í gangi. Og maður hefur einhvern veginn ekki komist í gang með neitt.


Já ég held að ég sé bara orðinn gamall. Ég hef engar aðrar skýringar. Maður er hættur að meika langar setur hér á ltlu, kósi skrifstofunni minni í Ármúlanum.


En jæja, maður verður bara að halda áfram, taka eitt skref í einu og láta hverjum degi nægja sína þjáningu.


Það er meira en nóg. Ég myndi varla afbera að bera þjáningu heillrar vikur á einum degi.


En meira bullið. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband