Er munur á Afghanistan og Pakistan?

Greinilega ekki.

 

Sérfræðingum hefur á síðustu tveimur mánuðum tekist að slökkva um 40% af kolaeldi, sem brunnið hefur neðanjarðar í norðurhluta Pakistans í rúman áratug.

Talsmaður námuráðuneytis Afganistans segir, að hafist hafi verið handa í júlí við að slökkva eldinn, sem kviknaði í Dara-i-Suf kolanámunni fyrir slysni fyrir áratug. Aðgerðirnar felast einkum í því, að innsigla námuna svo súrefni komist ekki þangað niður.

Stjórnvöld í Afganistan stefna að því að endurvekja námuiðnað í landinu, sem hefur nánast legið niðri vegna áratuga langra átaka. Talið er að allt að hægt sé að vinna allt að 400 milljónir tonna af kolum í Afganistan.


mbl.is Kolaeldur hefur brunnið í rúman áratug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Eru þeir búnir að kolefnisjafna brunann?

Sigurjón, 11.9.2007 kl. 16:38

2 Smámynd: Snorri Bergz

Hehe, góður punktur Sigurjón. Jú, reyndar. Afghanir eru búnir að planta milljónum plantna til að vega upp á móti. :) Að vísu valmúa...en kannski hann geri eitthvað gagn líka...


Annars hef ég meiri áhyggjur af kolvetnisjöfnun af minni hálfu. Af einhverjum ástæðum hefur matarlystin verið með mesta móti síðustu daga.

Snorri Bergz, 11.9.2007 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband