Sharif handtekinn

Jæja, Musharraf gerði það sem flestir bjuggust við. Hann lét handtaka Sharif, fyrrv. forsætisráðherra landsins, við komuna til landsins.


Að sumu leyti er þetta greinileg valdabarátta, en á hinn bóginn er ljóst, að Sharif er enginn engill. Hann er ásakaður um spillingu og margs konar vafasamar athafnir í embætti, og grunar mig reyndar, að þær ásakanir eigi við ýmis haldbær rök að styðjast.


En á hinn bóginn er ég ekki viss um, að hann sé sekari um spillingu og vafasamar embættisfærslur en aðrir þjóðarleiðtogar á þessum slóðum; og vísast engu verri en núverandi forseti.


mbl.is Sharif handtekinn við komuna til Pakistans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband