Fimmtudagur, 6. september 2007
Fréttastjórinn hefnir sín: Skamm Denni!
Nú, jæja, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, forseti Skáksambands Íslands, ku hafa skrifað grein, þar sem hún var síður en svo ánægð með, að Steingrímur Ólafsson skuli hafa rekið fréttakonu úr starfi.
Fréttastjórinn svarar nú fyrir sig, með því að ráðast á Skáksambandið, þar sem Lilja er í forystu, með lygum og óhróðri.
Í fréttum Stöðvar 2 í gær segir, að í karlaflokki séu mun hærri verðlaun en í kvennaflokki, þeas Landsliðsflokki beggja kynja. Haha, þarna ætlaði Denni að ná sér niðri á femínistaforseta Skáksambandsins. En vopnin snerust.
Það er enginn karlaflokkur til, heldur Opinn flokkur, enda er sterkasta skákkona landsins þátttakandi í Landsliðsflokki og ég keppti einmitt við hana í gær, og myndatökumaður Stöðvar 2 tók myndir af því!
Í öðru lagi, þá er styrkleiki skákmanna mældur með skákstigum. Því miður eru konur stigalágar og hefði þessi eina kona í Landsliðsflokki ekki komist inn, nema af því að henni var boðið sérstaklega. Það er einfaldlega himinhrópandi styrkleikamunur á körlum og konum í skákinni hér á Íslandi, og það er staðreynd. Og í Landsliðsflokki kvenna eru jafnvel byrjendur með, stúlkur sem kunna afar lítið fyrir sér, meðan í Opnum flokki eru flestir af sterkustu skákmönnum landsins. Og hér er ekki hægt að bera við annars konar líkamsburðum eins og t.d. í íþróttum.
Því eru hærri verðlaun í Landsliðsflokki "karla" en "kvenna".
Þar fyrir utan er Skáksamband Íslands ein feminiskustu samtök landsins í dag. Meiri hluti stjórnar er skipaður konum og þeim er miskunnarlaust veittur forgangur .... þ.e. jákvæð mismunun, eins og það er kallað, enda hafa konur ekki verið mikið fyrir keppnistaflmennsku og eitthvað þarf að gera til að auka áhuga kvenna.
Hvað gerir Stöð 2 næst? Kallar femínistafélag Íslands kannski karlrembusamtök?
En svona ófagleg vinnubrögð, eins og Stöð 2 sýndi þarna (en þessu bulli var sem betur fer hent út af www.visi.is (en eftir að allskonar kellingar ruku upp til handa og fóta í hneykslan!!!)), en nú á Stöð 2 að biðjast afsökunar og birta leiðréttingu, og Denni á að hunskast burtu. Hann á greinilega ekkert erindi í þetta jobb...úr því hann ætlar að misnota stöðu sína til að ráðast gegn þeim, sem gagnrýna hann -- nema hann hafi ekki stjórnað þessu, og þá biðst ég forláts, en hann ber samt ábyrgð á þessu rugli.
En hann getur auðvitað beðist afsökunar En hitt er svo annað mál, að ég er eiginlega feginn að losna við umræddan fréttamann af skjánum. Ég var amk ekki að fíla hana sem fréttamann, og hef ekkert út á það að setja hjá Denna... hafi faglegar ástæður legið að baki.
Athugasemdir
Þetta er einn skemmtielgast pistill sem ég hef lesið eftir þig Snorri. Takk fyrir það. Ég spái því að Denni biðjist ekki afsökunar og að hann geri ekkert í málinu en haldi bara áfram að misnota aðstöðu sína. En svo getur vel verið að ég reynist hafa rangt fyrir mér, vonandi (í þessu máli:) Gangi þér vel í skákinni! Bestu kveðjur
Hlynur Hallsson, 6.9.2007 kl. 10:13
átti að vera SKEMMTILEGASTI þarna :)
Hlynur Hallsson, 6.9.2007 kl. 10:14
þú ert rosalega skemmtilegur! en ég get ekki verið sammála né ósammála þarsem ég veit ekkert um skákmálin hér á landi. Fyrrverandi kærastinn minn vann mig ALLTAF þegar við vorum að tefla, nema í seinustu þrjú skiptin, þá rústaði ég honum. Eftir það vildi hann ekki tefla við mig meir, og við hættum að lokum saman og ég hef ekki telft síðan. Það er gott að hætta á toppnum
halkatla, 6.9.2007 kl. 10:23
Takk. Mér ofbauð gjörsamlega. Já, ég óttast að þú hafir rétt fyrir þér. En þetta með Þóru er ekkert persónulegt af minni hálfu. Örugglega ágætis kona, en maður fílar suma og ekki aðra. Jafnframt mættu sumir aðrir missa sig líka, af báðum stöðvum!
Snorri Bergz, 6.9.2007 kl. 10:24
Mér fannst Þóra Kristín afburðafréttamaður, fylgin sér í spurningum og næm á svör viðmælenda sinna.
Kolbrún Baldursdóttir, 6.9.2007 kl. 10:36
Jájá Kolbrún, það má alveg vera. En svona er þetta bara. Sumar fílar maður og suma ekki. En ég hef ekkert á móti henni persónulega, alls ekki.
Snorri Bergz, 6.9.2007 kl. 10:54
Rétt Eyjólfur. Sigurbjörn J. Björnsson kom líka með góða punkta á Skákhorninu, svo og annar Hafnfirðingur, Sigurður Sverrisson.
http://hornid.com/cgi-bin/mwf/topic_show.pl?tid=6273
En málið er, að fréttastofa, sem vill láta taka sig alvarlega, verður að hafa málin á hreinu, áður en farið er í loftið, en ekki bulla bara eitthvað út í loftið, eins og þarna var raunin. En fyrir mér hefur Fréttastofa Stöðvar 2 beðið alvarlegan hnekki. Trúverðugleiki hennar er, fyrir mér, orðinn akkúrat enginn.
Ekkert skrítið þó komið hafi til tals að loka þessu batteríi. Og, b.t.w., ég ráðlegg þeim Stöðvar 2 mönnum þegar þeir eru að keyra um götur bæjarins á bíl merktum "Stöð 2 Fréttir", að virða umferðarreglur og helst ekki svína (yfir óbrotna línu) fyrir menn, sem hafa bloggsíður.
Snorri Bergz, 6.9.2007 kl. 13:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.