Með kveðju

Jæja, nú hafa Palestínumenn skotið nær daglega eldflaugum á Sderot og aðra bæi nálagt Gasa í hartnær ár.


Ég man ekki eftir, að Ögmundur Jónasson hafi nokkru sinni gagnrýnt þetta. Ég man bara að hann vildi að við tækjum upp stjórnmálasamband við þá, sem að þessu standa, beint eða óbeint.



Kannski er hann bara hlynntur eldflaugaárásum á almenna borgara? Eða bara hlynntur þeim þegar ísraelskir borgarar verða fyrir þeim? Eða kannski lætur hann hatur sitt á Ísrael blinda sig frá því að sjá, að stjórnvöld og vopnaðar sveitir á Gasa hafa ekkert friðsamlegt í hyggju og munu aldrei geta unað tilvist Ísraels.


mbl.is Skólabörn flutt úr skólum í Sderot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Ótrúlegt bull er þetta í þér Snorri. Finnst þér virkilega líklegt að Ögmundur Jónasson sé "hlynntur eldflaugaárásum á almenna borgara"? Ögmundur hefur margoft hafnað öllu ofbeldi, eldflaugaárásum vígamanna á Ísrael og morðum ísraelshers á saklausum palestínumönnum. Ég efast um að minnið sé að svíkja þig, það er eitthvað annað. Til hamingju með sigurinn í skákinni um daginn, þú ert greinilega miklu betri við skákborðið en skrifborðið:) Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 3.9.2007 kl. 09:08

2 Smámynd: Snorri Bergz

Jæja, en manni finnst, þegar Ögmundur talar um þetta, að hljómurinn sé: "En Ísraelarnir eiga þetta skilið". Svona kemur þetta fram.

Og það, að vilja taka upp stjórnmálasamband við Hamas, mun fylgja Ömma áfram, nema auðvitað hann biðjist afsökunar...og jafnvel ekki þá.

En taktu eftir hvernig þú segir þetta: "árásir vígamanna...morðum Ísraelsher". Það er einmitt þessi tvískinnungur sem ég er að gagnrýna. Ísraelsmenn látast eða falla, en Palestínumenn er myrtir. Mér finnst þetta vera andstyggilegur framsetningamáti. Eru almennir borgarar í Ísrael ekki "saklausir"?

Margur hefur gubbað af minni ástæðu.

Snorri Bergz, 3.9.2007 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband