Methagnaður banka

Jæja, og hvað ætli stór hluti sé "erlendis frá", eins og gjarnan er viðkvæðið, þegar methagnaður banka og sparisjóða er nefndur.


Eða kemur þessi hagnaður til fyrst og fremst af háum vöxtum og þjónustugjöldum?


mbl.is Hagnaður Sparisjóðs Kópavogs margfaldast milli ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Gengishagnaður spilar stærsta þáttinn í þessum ógurlegu tölum, svo vitum við öll hvernig krónan hegðar sér gagnvart öðrum gjaldmiðlum.  Út frá þessu má sjá að það er gott að kaupa hlutabréf í bönkum og sparisjóðum, náð eitthvað af þessum peningum til baka

Garðar Valur Hallfreðsson, 31.8.2007 kl. 12:24

2 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Tek undir það, hafði vit á að kaupa m.a. í Kaupþingi um daginn þegar bréfin voru lág, einnig smá í Byr og Burðarási og mér sýnist þetta ætla að gera sig. Vona það í það minnsta. Landsbankinn er sagður mjög promising líka.

Varðandi hagnað bankanna þá hljóta þjónustugjöldin að gera sitt þótt það sé auðvitað bara brot af heildarkökunni.

Ég gladdist yfir því að heyra að viðskiptaráðherra er að láta skoða þennan FIT kostnað og allt í kringum hann.

Kolbrún Baldursdóttir, 31.8.2007 kl. 15:32

3 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Nei hvað er ég að bulla, ég keypti ekkert í Byr.
Nú eru bankarnir farnir að ráðleggja fólki að hafa ekki allt í einni körfu þar sem lækkun stýrivaxta er fyrir dyrum hugsanlega í byrjun næsta árs.
Þeir sem hafa grætt á háu vöxtunum vegna þess að þeir eiga sparnað þurfa að vera vakandi þegar vextir fara lækkandi.

Kolbrún Baldursdóttir, 31.8.2007 kl. 15:54

4 Smámynd: Sigurjón

Gaman þætti mér að vita hvað við sem eigum sparnað og höfum grætt vegna hárra vaxta ættum að gera vegna lækkandi vaxta.  Taka féð út af reikningum og verðbréfasjóðum og gera hvað?  Kaupa fullt af hlutabréfum?  Munu hlutabréf hækka í kjölfar vaxtalækkana?

Annars finnst mér þessi söngur um þjónustugjöld bankanna alltaf jafn pirrandi.  Þjónustugjöldin eru einskis virði miðað við vaxtarmuninn á innlánum og útlánum.  Þar er mergurinn málsins! 

Sigurjón, 1.9.2007 kl. 01:29

5 Smámynd: Sigurjón

Afsakið ef þetta hljómar eins og ég sé að drepast úr frekju.  Þetta bara lítur þannig út á prenti. Ég er ekkert reiður, þannig séð...

Sigurjón, 1.9.2007 kl. 01:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband