Skemmtileg vísa...og úrslit kvöldsins

sgbhsg

Jæja, þá fékk maður guttann. Eins og fastir lesendur þessarar síðu vita, reyndi ég að þjálfa strákinn aðeins í vor og sumar.


Þetta var því agaleg staða, því ég vissi nákvæmlega hvað hann teflir, sérstaklega gegn 1.d4, sem við vorum aðallega að stúdera.


Ljóst var, að myndi ég leika 1. d4 væri ég að misnota aðstöðu mína. Samt ekkert sem bannar það, en jafnvel ég fæ stundum pot í samviskuna. Ég lék því 1.e4 og náði góðri stöðu, en strákurinn hélt sér fast og jafntefli var samið.

Varð þetta tilefni til, að skákstjórinn orti vísu um þessar furðulegu aðstæður, þjálfarinn og "neminn", eða Simen og Magnús, eins og Bivark kallaði þetta.


En jæja, þrjú jafntefli. Slæmu fréttirnar eru, að ég hef enn ekki unnið skák í mótinu. Þær góður eru, að ég hef heldur ekki tapað. En nú er það Ingvar Þór á morgun. Nú verður látið sverfa til stáls, eins og jafnan er í skákum okkar.

 

 


mbl.is Hannes Hlífar tók forustuna á Íslandsmótinu í skák
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Góð vísa, en svakalega erfið staða sem þú lendir í þarna með nema, allt að því skjólstæðing þinn sem mótherja.  Held samt að þú hafir tekið rétta ákvörðun með því að byrja öðruvísi og leyft stráknum að spreyta sig á einhverju öðru.  Annað hefði ekki einungis verið að misnota aðstöðu sína, heldur allt að því verið ,,cheap shot" (þú fyrirgefur orðbragðið).

Ég endurtek fyrri orð um fótbrot þitt á mótinu... 

Sigurjón, 1.9.2007 kl. 01:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband