Bönnum sykur

Sykurinn hefur drepið fleiri á Íslandi en eiturlyfin. Bönnun þennan ósóma.


Fyrsta skrefið væri auðvitað að banna sykur á veitingahúsum og börum. Síðan mætti halda áfram, skref fyrir skref, uns sykur hefði verið algjörlega bannaður á Íslandi.


mbl.is Sykurinn verri en kókaín?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Já virkilega góð hugmynd, 1984 einhver. Svo er smjörið næst, síðan lögbundin hreyfing, hvað svo? Það er bara brýnasta verkefni hvers þjóðfélags að kenna þegnum sínum að hafa vit fyrir sjálfum sér og haga sér skynsamlega. Ekki að gera sykursmygl að næstu fíkniefnavánni.

Ingi Geir Hreinsson, 29.8.2007 kl. 08:44

2 Smámynd: Snorri Bergz

Hehe, lestu þetta aðeins í réttu samhengi kallinn.

Snorri Bergz, 29.8.2007 kl. 08:56

3 Smámynd: Ívar Jón Arnarson

neineinie. við lifum á 21. öldinni..... leyfum frekar kókaínið

Ívar Jón Arnarson, 29.8.2007 kl. 09:35

4 identicon

Þú ert alveg örugglega að grínast, er það ekki?

Maður veit aldrei með Íslendinga, sjáðu til. Flestum Íslendingum væri treystandi til að vilja banna meira eða minna allt. Enda fjallar hugtakið "frelsi" á Íslandi um skatta og einkavæðingu, ekki sjálfsákvörðunarrétt einstaklingsins.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 12:37

5 Smámynd: Ásta Gunnlaugsdóttir

Nú stekk ég upp á nef mér! Banna sykur! Ertu vitlaus? Auðvitað ertu ekki með neina kaldhæðni í gangi, enda virðist það ekki vera tungumál sem mbl talar!

;)

Þú afsakar, mér þykir svo fyndið þegar fólk tekur allt alvarlega.

Ásta Gunnlaugsdóttir, 30.8.2007 kl. 15:12

6 Smámynd: Snorri Bergz

Hehe. Mér datt þetta svona bara í hug, enda er komið í tísku að banna eins mikið og stjórnvöld komast upp með.


Fleiri deyja vegna sykurs en flests annars. Það hlýtur að koma að því að sykurinn verði bannaður.


Sér í lagi ef ESB kemst í spilið. :)

Snorri Bergz, 30.8.2007 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband