Hvalveiðarnar

hvalurJæja, nú er Ísland ekki lengur útvegsþjóð á heimsmælikvarða. Ríkisstjórnin hefur látið undan þrýstingi, bæði utanaðkomandi og innanbúðar, en mér skilst að ráðherrar kratanna séu andsnúnir þessum veiðum.


En hitt er svo annað mál, að markaður er nánast enginn fyrir hvalaafurðir. En á móti kemur, að með hverjum hvali, sem veiddur er, minnkar fiskát hvala.


Með því að hætta hvalveiðum, eru stjórnvöld að ganga enn frekar á miðin umhverfis landið. En síðan er auðvitað spurning, hvort menn eigi meiri rétt á auðlindum hafsins en hvalirnir?


Persónulega vil ég leyfa hvalveiðar, en á hinn bóginn er ljóst, að tilgangslaust er, að veiða mat, sem enginn vill borða.


mbl.is Nýsjálendingar fagna ákvörðun um hvalveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband