Skíðamót í Ástralíu

Ok, eitthvað meikar ekki sens í þessu! Þetta hljómar eins og t.d.: "Hópur hirðingja sást ferðast í austur frá Hveravöllum á úlföldum sínum."

 

En kannski Björgvin fái hlutverk í "Crocodile Dundee goes skiing".


mbl.is Björgvin sigraði í stórsvigi í Ástralíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Ó.

Það getur hljómað einkennilega fyrir þig að skíðaíþróttin skuli stundað í Ástralíu, en í Ástralíu og á Nýja Sjálandi eru til nokkuð há fjöll og núna er vetur hjá þeim "down under". Og ef þú veist það ekki þá er Björgvin Íslandsmeistari á skíðum og fyrrverandi heimsmeistari unglinga á skíðum og enginn ástæða til að gera lítið úr æfingum íslenskra íþróttamanna. Nógu erfitt að stunda skíði hér í Íslandi og til að halda sig í þjálfun og ná árangri í hvaða íþrótt sem er er nauðsynlegt að stunda hana allt árið um kring.

Þessi framstaða Björgvins er frábær enda Ástralir miklir íþróttamenn.

Guðjón Ó., 21.8.2007 kl. 11:38

2 Smámynd: Snorri Bergz

Ég vissi um Nýja-Sjáland. Og allir vita hver Björgvin er. En ég er ekki að gera lítið úr þessum æfingum, heldur kom þetta mér svo í opna skjöldu, að maður varð að commenta aðeins.

Og já, ómögulegt að stunda skíði að einhverju viti á Íslandi. En maður hélt að íslenskir skíðameistarar væru e.t.v. á einhverjum kaldari slóðum!

Já, og sammála þér með íþróttir og íþróttaiðkun. Þetta þarf að stunda non stop.

Snorri Bergz, 21.8.2007 kl. 11:47

3 Smámynd: Guðmundur Björn

Það er víst magnað skíðasvæði í New South Wales, Blue Mountains, að mig minnir.

Guðmundur Björn, 21.8.2007 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband