Ég trúi honum ekki

Kannski er ég andsnúinn írönsku klerkastjórninni? Kannski hlustaði ég á of margar sögur sem sagði mér gamall vinur minn, sem erindrekar þessarar stjórnar hundeltu um hálfan heiminn og settu á "hitlist"?


Eða kannski er ég hættur að trúa því, sem Íranar segja í þessu máli. Þeir neituðu vopnasendingum til Líbanons. Það hefur nú verið stungið upp í þá. Þeir neita þessu. Ég trúi þeim ekki fyrr en þeir, írönsku leiðtogarnir, koma fram með sannanir fyrir máli sínu.


Sá er saklaus uns sekt er sönnuð, er jafnan í gildi, en í þessu tilviki eru írönsk stjórnvöld sek, uns sakleysi þeirra er sannað. Að mínum dómi a.m.k.


mbl.is Larijani neitar því að íranskar leynisveitir séu að störfum í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þarfagreinir

Ég treysti írönskum ráðamönnum lítt, en ég tek einnig því sem bandarískir erindrekar segja með miklum fyrirvara. Þeir lugu og lugu í aðdraganda Íraksstríðsins til að fá samþykki sinna eigin borgara og alþjóðasamfélagsins fyrir innrás. Já, þeir lugu. Allar vísbendingar benda til þess að þetta hafi ekki verið nein "mistök" heldur vísvitandi herferð til að villa um fyrir fólki.

Af þessum sökum á ég bágt með að trúa öllum þeim fullyrðingum Bandaríkjamanna sem eru hugsanlega til þess fallnar að réttlæta innrás í annað ríki. Það er nóg komið af slíku.

Þarfagreinir, 20.8.2007 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband