Ferðaþjónusta al-Kaída

Al Qaeda's Travel Agent
Damascus International Airport is a hub for terrorists.

BY JOSEPH LIEBERMAN
Monday, August 20, 2007 12:01 a.m. EDT

 

Já, þetta er titillinn á grein Senators Joseph Liebermans í Wall Street Journal, Editorial Page, í morgun.

„Bandaríkin eru, loksins, að ná einhverjum árangri gegn Al-Kaída í Írak, en leiðin til sigurs krefst þess nú, að leið al-Kaída inn í Írak, um Damaskus, verði lokað.“Liebermann heldur því fram, og ekki að ástæðulausu, að Damaskus sé miðstöð hryðjuverkastarfsemi í Miðausturlöndum og e.t.v. víðar. Ég er eiginlega sammála. En Damaskus er aðeins framlenging á Teheran og hefur verið svo allt síðan liðssveitir Khomeinis náðu völdum í Íran.

 Damaskus er miðstöð vopnasendinga, sem Íranir senda til Hizb‘ Allah í trássi við friðarsamninga síðasta sumar. Og með tímanum hafa Sýrlendingar ekki reynt að fela þessa gjörninga sína og eftirlitssveitir S.Þ. hleypa þeim hjá athugasemdalaust, þegar svo ber við.
Lieberman heldur áfram og segir, að til að sigrast á al-Kaída sé að horfa á málin í víðara samhengi, í „global“ samhengi alheimsskipulags samtakanna. Upplýsingar frá leyniþjónustu Bandaríkjanna opinberi að stríðsmenn al-Kaídas í Írak séu háðir stuðningi „global network“ samtakanna, en þau samskipti fari fyrst og fremst fram í gegnum Sýrland.

 
Vandamálið sé því, að allt fram streymi endalaust um landamæri Íraks og Sýrlands. Þaðan streyma inn bardagamenn stöðuglega, 60-80 sjálfsmorðssprengjumenn í hverjum mánuði, allskonar fólk, sem al-Kaída safnar saman víðsvegar um hinn íslamska heim. Þetta er rétt, að mínu mati. Fjöldamorðingjum þessum er síðan smyglað inn í Írak, þar sem þeir sprengja sig og fjölda annarra rétt til að þóknast þessum brjálæðingum, sem fela sig nú í hellum á mærum Pakistans og Afghanistans. Hafa ber í huga, að flest fórnarlömb þessara brjálæðinga eru ekki bandarískir hermenn, heldur almennir borgarar, venjulegt fólk af íslamskri trú, rétt eins og þeir sjálfir.

 
Lieberman nefnir, og vitnar í skjöl CIA, að 80-90% allra sjálfsmorðssprengjumanna í Írak séu útlendingar, sem fluttir séu sérstaklega til landsins. Þessir menn séu sterkasta vopn al-Kaída í Írak. Án þeirra væri al-Kaída bara enn einn terroristahópurinn í Írak.

Þessar sjálfsmorðsárásir væri hægt að stöðva mjög auðveldlega...af Sýrlendingum. En það er síst af öllu það sem forsetinn og hyski hans hefur áhuga á.  En í öllu falli held ég, að Íran, og skósveinar Ayatollanna í Sýrlandi, séu stærsta hindrunin fyrir, að hægt verði að stilla til friðar í Miðausturlöndum, eða a.m.k. bæta ástandið verulega. 

Ef hægt verður að stöðva þetta óaldarlið í Damaskus verður friðsamlegra um að lítast í Miðausturlöndum, ekki aðeins í Líbanon og Írak, heldur einnig í Landinu helga.

Og Lieberman heldur áfram að ræða þetta mál og segir að lokum:

Responsible air carriers should be asked to stop flights into Damascus International, as long as it remains the main terminal of international terror. Despite its use by al Qaeda and Hezbollah terrorists, the airport continues to be serviced by many major non-U.S. carriers, including Alitalia, Air France, and British Airways.

Interrupting the flow of foreign fighters would mean countless fewer suicide bombings in Iraq, and countless fewer innocent people murdered by the barbaric enemy we are fighting there. At a time when the al Qaeda network in Iraq is already under heavy stress thanks to American and Iraqi military operations, closing off the supply line through which al Qaeda in Iraq is armed with its most deadly weapons--suicide bombers--would be devastating to the terrorists' cause.

Simply put, for the U.S. and our Iraqi allies, defeating al Qaeda in Iraq means locking shut Syria's "Open Door" policy to terrorists. It is past time for Syria to do so.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Björn

Eru Sýrlendingar ekki bara svona hræddir um að verða bombardaðir sjálfir af Al-Kaída, ef þeir sporna við þessu?

Kannski langsótt, en mögulegt. 

Guðmundur Björn, 20.8.2007 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband