Gamlar fréttir...og ónákvæmar

baruaJæja, gaman að Mogginn skuli loksins hafa fattað þetta. Ég greindi frá þessu í gærdag, strax að skák lokinni. Og úrslitin komu líka á Skákhorninu strax og fljótlega eftir það á www.skak.blog.is.


En jæja, ok. Sunnudagur í gær. En mér finnst vera svoldið skondið hversu greinarhöfundur er illa að sér. Svo segir:


"Friðrik teflir í dag við ungan indverskan skákmann að nafni Barua sem er í 2.-4. sæti á mótinu með tvo vinninga, en alls verða tefldar níu umferðir á mótinu."


Sko, Barua er á fimmtugsaldri og það þykir ekki ungt í skákinni. Hann er síðan "grand, old man" í indversku skáklífi, þar sem flestir þeir bestu eru tuttugu og eitthvað, þó að t.d. Anand og Negi litla undanskildum.


Og síðan skil ég ekki, af hverju Mogginn birtir mynd af Friðriki og Spasskí. Það hljóta að vera til betri og eðlilegri myndir af Friðriki en þessi, t.d. á ég tvær frekar nýlegar, þam þá sem ég hef verið að nota hér, og líka þessa, sem hér birtist.olafsson_thb


mbl.is Friðrik vann Ziska
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband