Vonarstjarna íslenskra vinstri manna?

Einræðisherrann Hugo Chavez (já menn geta verið einræðisherrar, þó þeir hafi komist löglega til valda, sbr. Hitler!) heldur áfram að troða völdunum í eigin greipar. En þetta hefði ekki átt að koma á óvart, því þetta er mynstur sem jafnan kemur fram, í einhverri mynd, þegar sósíalistar komast til valda. Þá er frelsi þegnanna takmarkað, völd sósíalistanna aukin og allt reyrt í fjötra.


Eins gott að sósíalistar komust aldrei til valda hér á landi.


mbl.is Chavez boðar stjórnarskrárbreytingar sjálfum sér í hag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Já, Snorri minn, þeð er víst hverju orði sannara, að menn geta verið einræðisherrar þó þeir hafi komist löglega til valda eftir lýðræðislegum leiðum, sbr. Davíð Oddsson, drottinn hægri manna á Íslandi. Og það sem meira er: blessaðir sjálfstæðismennirnir okkar vóru búnir að bíða lengi eftir hinum Sterka Manni, þegar Davíð rak á fjörur þeirra.

Þannig er nú það.

Jóhannes Ragnarsson, 16.8.2007 kl. 08:31

2 Smámynd: Snorri Bergz

Haha, þetta er orðin ryðguð plata hjá ykkur kommunum. En a.m.k., kveðjur til dóttur þinnar!

Snorri Bergz, 16.8.2007 kl. 09:58

3 Smámynd: Snorri Bergz

En skrifum þó ekki með 19. aldar stafsetningarreglum! :)

Snorri Bergz, 16.8.2007 kl. 14:20

4 Smámynd: Snorri Bergz

Ja, ég veit ekki betur en að Jóhannes segist sjálfur vera kommúnisti. Hvað er þá rangt að kalla hann kommúnista?


Þú ættir kannski að líta aðeins í eigin barm, þú varst að uppnefna okkur.

Snorri Bergz, 16.8.2007 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband