Össur hlær að Framsókn

ossiJæja, þá fer Össur hamförum og spjallar á skemmtilegan hátt um leiðara Þorsteins Pálssonar um Björn Inga Hrafnsson og framsóknarmenn. Ekki fara of harkalega að viðkvæma blóminu, segir hann við Þorstein, sem á víst að hafa, skv. Össuri, tætt Binga í sig með háði og teygt hann út á alla kanta.


Hann segir síðan:


Gamalreyndur stjórnmálarefur einsog Þorsteinn á að vita að ungir stjórnmálamenn hafa villukvóta. Þeim má verða á án þess að vera settir í opinberan gapastokk hundrað þúsund Íslendinga. Hann verður líka að hafa í huga að innan Framsóknarflokksins er það lenska að skipta um skoðun á fárra vikna fresti, og aka seglum eftir vindi.Það er einfaldlega genetískur ágalli Framsóknarmanna - sem Þorsteinn kynntist allra núlifandi Íslendinga best þegar hann var með þeim í ríkisstjórninni sællar minningar.

Björn Ingi er ekki sá eini sem ber þessar pólitísku erfðir galopinna og síbreytilegra skoðana. Bjarni Harðarson hélt eldmessu á Alþingi í vor til að hvetja landið og miðin til að fylkja sér um niðurskurðartillögur Hafró - og uppskar lof fyrir hugrekkið. Varla hafði hann kastað mæðinni þegar hann andstuttur kom aftur í fjölmiðla og ásakaði hugrakkan sjávarútvegsráðherra um að hafa með ákvörðuninni brugðist þjóðinni! Guðni Ágústsson var varla búinn að jafna sig eftir að hafa verið varpað á dyr ríkisstjórnarinnar þegar hann fór hamförum gegn nýju ríkisstjórninni út af stöðu efnahagsmála - sem hann bar sjálfur alla ábyrgð á.

Framsóknarmenn eru bara svona. Við því er ekkert að segja - og þjóðin sér um að verðlauna þá með sínum hætti.

 

Æ, hvað þetta er allt saman skemmtilegt. Nú er Össur kominn í stjórn og þá snýst hann í sama hringinn og framsóknarmenn eru hér sakaðir um. En það er líka "í lagi", því menn skipta gjarnan um skoðanir á málum eftir því hvort þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu. En hrikalega er gaman að lesa Össur karlinn, burtséð hvort menn séu sammála honum eða ekki. Hann er skemmtilegur, bæði live og sem penni; sér í lagi á miðað við að vera krati!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband