Sheriffinn í Reykjavík City

Lögreglustjórinn á Stór-Reykjavíkursvæðinu, hinn ágæti maður Stefán Eiríksson, hefur nú greinilega fengið nóg af ómenningunni í miðbæ Reykjavíkur. Og varla er maður hissa.


Nú er þannig háttað, að sumt fólk er hætt að fara í "bæinn" um helgar af ótta um öryggi sitt.  Sumir jafnvel, sem eru alvanir stórborgarskemmtanahaldi frá erlendum borgum. Jú, menn eiga að geta gengið nokkuð öryggir um miðbæ Köben um miðja nótt, og hið sama má segja um helstu borgir aðrar. En hinn gamli miðbær Reykjavíkur virðist ekki jafn öruggur staður og áður.


Sjálfur fer ég voða lítið í miðbæinn gamla, hvort sem er á degi eða nóttu. Ég hreinlega á engin erindi þangað, nema etv til Skattstjórans. En sumar úthverfarottur aðrar vilja þó eiga þann möguleika að sækja þangað skemmtanir um helgar, en það virðist ekki lengur óhætt, nema í góðra vina hópi.


Ég, fyrir mitt leyti, styð Stefán í þessu, eins og jafnan. Ég hef mikla trú á honum. Hér er góður maður á ferð og treysti ég því, að hann muni grípa til nauðsynlegra ráðstafana.


mbl.is Vill að ómenningin í miðborginni verði upprætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband