Laugardagur, 11. ágúst 2007
Yndislegt brúðkaup
Jæja, ég var að koma úr brúðkaupi. Þar voru að gifta sig Jóhann Hjörtur Ragnarsson, skákmógúll þeirra Garðbæinga, og Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir, varaformaður Taflfélags Reykjavíkur. (Myndin tekin í áramótapartíi heima hjá þeim í des. 2006)
Athöfnin fór fram í Garðakirkju á Álftanesi, en veislan fór fram í salarkynnum Taflfélags Rvk. í Faxafeni.
Ég kynntist þeim fyrst, en aðeins lítillega þá, í Taflfélaginu fyrir tæpum 30 árum og fékk að fylgjast með nánast frá byrjun, þegar þau fóru að stilla saman strengi sína fyrir c.a. 18 mánuðum síðan. Og mér tókst á einhvern furðulegan máta að steinþegja um þetta, en sambönd skákmanna spyrjast jafnan út strax, en ekki núna. Aðrir sem vissu þögðu einnig, uns allt í einu mátti segja. Gaman að þessu.
En Jóhann og Silló eiga alveg ótrúlega vel saman; alveg sniðin af hvort öðru. Jóhann hefur reyndar þann stóra galla, að vilja ekki ganga í TR úr Taflfélagi Garðabæjar, en jæja, svona er lífið.
En þetta var mjög gaman. Ég var reyndar plataður illilega, en ótrúlegur snillingur, vinkona Silló úr músíkinni, steig upp og hélt snilldar ræðu og hóf síðan að útdeila verkefnum til ættingja og vina. Ég fékk það hlutskipti að eiga að færa þeim hjónum blóm 11. maí 2008, þegar þau hafa verið gift í 9 mánuði. Hmmm, 9 mánuðir...! Jæja, hvað veit maður!
Athugasemdir
Elskan mín, þú verður nú ekki í vandræðum með að blómum prýða þessi mektarhjón að 9 mánuðum liðnum. Eina spurningin er, hvort eitthvað annað en blóm verði útsprungið nákvæmlega 9 mánuðum eftir brúðkaupsnóttina, - afsakið ég meinti brúðkaupsdaginn. Nú þá bara kemurðu við á bókasafninu og kippir með þér bókinni; Vandinn að verða pabbi.
Laufey B Waage, 13.8.2007 kl. 14:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.