VG og íslamistarnir

 

c_vg_152737Ég var að lesa skrif Hans Haraldssonar um vinskap VG og íslamista. Þessi vinátta er mér líka undrunarefni, enda fyrirlíta íslenskir sósíalistar eiginlega allt sem íslamistar standa fyrir, og öfugt. En þessir tveir hópar eiga tvennt sameiginlegt: ákveðin tortryggni í garð vestræns kapítalisma og hatur í garð Bandaríkjanna. Hið síðara er sérstaklega mikilvægt, en á því grundvallast þetta samúðarbandalag sósíalista víða um Evrópu og íslamista. Í það blandast andúð sósíalista á Ísrael, sem er þá í hlutverki puppet-ríkis Bandaríkjanna í Miðausturlöndum. Það er verra, að margir úr þessu bandalagi hafa gengið skrefi lengra og fært hatur á Ísrael yfir í gyðingahatur per se, en mörg skrif þeirra, jafnvel hér á landi, hafa verið því marki brennt. Og íslamistar hata greinilega Gyðinga og Bandaríkjamenn (og stundum Breta), hvar sem þeir búa í heiminum. En það er önnur saga.


En Hans segir svo í pistli sínum:

 

Það er merkilegt hvað prinsippmennirnir í VG geta verið umburðarlyndir gagnvart gagnvart öllum sem á annað borð hafa unnið sér það til ágætis að vera andstæðingar Bandaríkjanna.

Vinátta Ögmundar Jónassonar og Íslamistana í Hamas er þegar orðin fræg að endemum.

Þann 7. þessa mánaðar birtist greiní fréttablaðinu þar sem Steingrímur J. Sigfússon fordæmdi aðgerðir NATO í Afganistan og taldi upp ýmsa slæma hluti sem hann taldi að mætti rekja til Bandaríkjanna og NATO. Lýsti hann stríðsþjáningum afgönsku þjóðarinnar og virtist fullviss um að stríðrekstur Talíbana þrifist á stuðningi hennar. Auk þess hefur hann áhyggjur af "afar hæpnu réttmæti þess" að Bandaríkjamenn hófu stríðreksturinn til að byrja með.

Varðandi stríðsþjáningarnar þá hefur Steingrímur e.t.v gleymt því að það var borgarastríð í Afganistan áður en Bandaríkin réðust þar inn og hafði staðið, í ýmsum myndum, frá 1978. Glöggir lesendur taka væntanlega eftir því að það var árið áður en að innrás Sovétmanna hófst og því áður en afskipti Bandaríkjamanna hófust. Á tímabilinu frá 1989 til 2001, eftir að Sovétmenn fóru og Bandaríkjamenn hættu afskiptum sínum,  börðust Afganir sín á milli í gríð og erg. Það er nefnilega ekki þannig að það þurfi Bandaríkin til þess að það geti verið stríð. Þau virðast bara ekki trufla Steingrím jafn mikið.

Það má vera að Steingrímur hafi gleymt því hver aðdragandi stríðsins var en samkvæmt mínum bókum neituðu Talibanar að afhenda Osama bin Laden í kjölfar hryðjuverkana 11. September. Kannski fannst honum  Pearl Harbor líka hæpin stríðsástæða?

Steingrímur virðist líta á það sem einhverskonar mannúðarráðstöfun að draga NATO herina frá Afganistan. Að mati femínistans eru Talíbanar og borgarastríð eru víst mun þolanlegri en Bandaríkjamenn og borgarastríð. Ég skal fallast á það sjónarmið og kjósa VG í einum kosningum ef Steingrímur fellst á að ganga í búrkhu og þegja það sem eftir er.

Það yrðu góð býtti.

 

Ég skal koma inn í þennan pakka líka. Við Hans myndum sóma okkur vel í VG, þar sem Steingrímur þegir og sést varla í neðanundir hinum öfgamúslímska kvenbúningi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband