Aðbúnaður aldraðra á

Upp á síðkastið hefur maður heyrt margar skelfilegar sögur af framferði stjórnenda af ýmsum toga á þessum svokölluðu dvalarheimilum aldraðra, eða "geymsluhólfum aldraðra", eins og betra er að kalla þau.


Mér var svoleiðis ofboðið að heyra þessar sögur, sem flökkuði í matarboði sem ég tók þátt í um helgina.


T.d.: Kvöldmatur: hálfur-súpudiskur, fjórðungur af brauðsneið með hálf ónýtri 25% gúrkusneið og fjögur vínber! Og síðan kostar það stundum meiri háttar átak að fá vatnsglas! Crying


Þetta fékk einn vistmaðurinn nýlega í kvöldmat. Og ég hef margar fleiri skelfilegar sögur á takteinum. Ég skora hér á alla þá aðstandendur aldraðra á dvalarheimilum, að fylgjast með því hvernig aðbúnaði er háttað.


En mér er ofboðið. Þetta er til háborinnar skammar. Og ég veit með mig, að mun ekki, nema í ítrustu þörf, setjast að á svona "KZ" þegar ég verð kominn á elliárin. Ég á ekki nógu sterk til að lýsa viðbjóði mínum á því, hvernig farið er með gamla fólkið á amk sumum þessara stofnana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband