Undarlegur matur á Íslandi

Íslendingar borða stundum furðulegan mat, sem ekki fellur í kramið hjá sumum öðrum þjóðum, t.d. slátur, svið og fleira slíkt.


En hafa ber í huga, að furðumatur sumra annarra þjóða telst nú eðlilegur víða um heim. Þar má t.d. nefna hamborgara, sushi og annars konar mat, sem hefði einhvern tíma talist skrítinn. En flestur matur er góður, svosem, sé hráefnið gott og eldamennskan traust.


En gaman að sjá, hversu góða einkunn íslensk matargerðarlist fær. Í sjálfu sér kemur það varla á óvart, því maður hefur svosem séð þetta áður, en ágætt að fá staðfestingu á.


En í öllu falli er það þannig, að þegar maður hefur farið út að borða víða erlendis, finnst manni gaman að borða öðruvísi rétti og hælir þeim e.t.v. meira en þeir eiga skilið, þar eð menn eru óvanir slíku fæði. Kannski má skilja dóm Zimmerns í því ljósi.


mbl.is Undarlegur matur á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband