Evrópumót íslensku hænunnar

Jæja, þá er það hafið, einu sinni enn, Evrópumót íslensku hænunnar. Það fer að þessu sinni fram á eynni Rhodos. Um 40 íslenskir bændur eru komnir þangað með uppáhalds hænurnar sínar til að etja kappi við erlenda bændur, sem hafa keypt íslenskar hænur til sín og ræktað þær á heimaslóðum.


Keppt verður í fjórum flokkum:


1. Fjöldi eggja á sólarhring
2. Stærð eggja að meðaltali
3. Fegurð, snyrtimennska
4. Hanaprófið: hvaða hænu ákveðinn graðhani líst best á.


Landsliðseinvaldur Íslands, Hans Hansson, segir bæði lið og hænur vera í alveg galandi stuði og allir bíði spenntur eftir niðurstöðunum.


mbl.is Heimsmeistaramót íslenska hestsins hafið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband