Sunnudagur, 5. ágúst 2007
KR Nördar á spjalli
Jæja, ég skal fúslega viðurkenna, að ég hef mjög gaman af því að stríða KRingum. Þeir gefa einhvern veginn færi á sér. Bæði er það þannig, að hinn frægi KR-hroki (t.d. heitir síða KR aðdáandanna "Reykjavíkurstoltið") er skotleyfi frá stuðningsmönnum annarra liða, en einnig hitt, að ég held að stuðningsmenn annarra öfundi KR af því, hversu harða og trúfasta stuðningsmenn KRingar eiga.
En á hinn bóginn er ótrúlegt hversu KR hefur gengið illa, miðað við frábæran mannskap, hörðustu stuðningsmenn landsins og digra sjóði.
Ég hata ekki KR, síður en svo. Hvernig er hægt að hata fótboltalið? Ok, það liggur við að hægt sé að hata Spurs, en Íslendingar eru amk ekki vanir að vera svo æstir í boltanum, að þeir beri slíkar tilfinningar. Ég semsagt hata ekki KR, og er enn síður mesti KR-hatari landsins, eins og nýlega var haldið fram af félaga úr KR-söfnuðinum - þeirra sem virðast hafa slíkar tilfinningar til félagsins, að það er komið yfir mæri trúarbragða.
En á KR-spjallinu, sem nefnt er að ofan, vísaði einn á KR NÖRD pistilinn minn síðan í gær, þar sem ég vísaði á síðu á www.visi.is blogginu og birti djókmynd þaðan, og taldi mig vera 5 ára. Einmitt, hann ætti að skoða sín eigin skilríki. Síðan kom annar með dónaskap:
Fyndið eða ekki fyndið veit það ekki, en þetta var á bloggsíðu mbl.is skrifað af einhverjum Snorra Bergz sem ég veit engin deili á en sem hefur unnið sér það til frægðar að vera mesti KR hatari landsins, hann segir m.a. ég vona að KR falli og svo framvegis, dæmir þetta sig ekki sjálft ? þessum manni er vorkunn og ekki taka þetta alvarlega, karlinn er sjúkur..
Mér finnst þessi gaur eiga að hafa meiri áhyggjur af eigin geðheilsu, en minni. Ég hef ekki ráðast á neina persónu í KR, heldur haft ánægju af því að stríða KR sem félagi. En það er aldeilis að náungar í KR söfnuðinum eru ofsatrúaðir.
Já, skrifaði hér um daginn að ég voni að KR falli, enda stefnir allt í að það verði annað hvort FRAM eða KR sem fái það hlutskipti, og því er ekki skrítið þó ég vilji senda KR niður, eins og mig grunar að flestir þeir, sem ekki styðja KR og fylgjast með fótboltanum hér heima, voni innst inni.
Síðan kom einhver annar þarna með smástæla, en aðrir föttuðu skensið og einn sagði: Strákar, slakaði á, hann er bara að grínast í okkur. Ekki vera svona hörundsárir. Ég tek ofan hattinn fyrir þessum. Ég þekki fjölda KRinga og eru þeir jafnan hið besta fólk og eiginlega að jafnaði skemmtrilegri viðkynningar en fólk almennt - að einum undanskildum reyndar (Og nær allir KRingar sem ég þekki eru sjálfstæðismenn! snilld). Þessi spjallari er greinilega í þessum flokki, meðan sumir þarna ættu að fara að halda með Knattspyrnufélaginu KR í stað þess að hrópa KRhu akbar eins og örgustu trúarofstækismenn.
Athugasemdir
Lítið er ungs manns gaman.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.8.2007 kl. 08:48
Þegar ég var polli fyrir nokkrum áratugum þóttumst við Valsararnir móðga KR-inga ógurlega með því að kalla þá kristnar rottur. Þá var líka málið, að ef þú varst ekki KR-ingur, þá hataðirðu KR.
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.8.2007 kl. 07:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.