Gaman að eiga 96 ára litlusystur!

Maður veltir því stundum fyrir sér, hvers vegna svo virðist vera, að Norðurlandabúar, og þá sérstaklega kannski Íslendingar, eru svona langlífir. Og þá á það ekki aðeins við um einstaka fólk, sem nær háum aldri, heldur heilt yfir litið.


Í sumum löndum væri ég orðinn "öldungur", maður, hmm, sko, segjum bara á fertugsaldri. Hér er ég talinn ungur enn, eins og Nonni, með framtíðina fyrir sér.


Afi heitinn sagði einu sinni, þegar rúmlega sjötugur maður með fína heilsu var að væla um aldur, að hann væri á besta aldri. Fólk undir áttræðu, með góða heilsu, hefur lítið að væla yfir, sagði hann. Ég heyrði nýlega af hjónum, sem voru bæði hætt að vinna og voru um sjötugt; nú ætluðu þau að fara að leggjast í heimsreisur, hafa það gott og njóta lífsins. Og það þarf enginn að segja mér að fólk eins og t.d. hin síunga Bryndís Schram eigi ekki nóg eftir.


Aðstæður eru auðvitað öðruvísi hér, en t.d. í Afríku og sums staðar í Asíu og Latnesku Ameríku. Hluti skýringarinnar felst vísast í góðri læknisþjónustu hér og útrýmingu erfiðra sjúkdóma, sem herja enn grimmt í þriðja heiminum. Ég fékk t.d. malaríu í Egyptalandi, þegar ég var þar, en varð aldrei misdægurt mína löngu tíð í Jerúsalem, sem var ekki svo langt frá. Munurinn var e.t.v. sá, að almennt hreinlæti, bæði á fólki og matvörum, var öðruvísi, og að mýrarflákar ( sem ku vera gróðrarstía þessara andstyggilegu moskítóflugna, sem ég hóf skæruhernað gegn á herberginu mínu í Kairó en of seint) lifa góðu lífi í nágrenni Nílar, en eru gjarnan settir í ræktun norðvestur af landi Faraóanna.


Í Afríku er dánartíðni oft gríðarlega há og sums staðar getur fólk aðeins vænst því að ná fertugsaldri. Þar koma einnig til allskonar sjúkdómar og sóttir, stríð og e.t.v. skortur á ýmsum nauðsynjum. Þar er einnig heilbrigðiskerfið jafnan slæmt og málin með öðrum hætti en t.d. hér á norðurslóðum.


En hvers vegna deyr fólk úr "elli" um fimmtugt í sumum ríkjum Afríku, en er með hressasta móti um áttrætt hér og í nágrannalöndunum, þrátt fyrir að hér þjáist menn af velmegunarsjúkdómum á báðar hendur og víðar í líkamanum?


Æ bara að ég gæti fengið þessu svarað með skynsamlegum rökum. Vill einhver vera svo væn(n)?


mbl.is 99 ára prestur frá Noregi heimsækir 96 ára systur sína á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband