Ótrúlegt peningaspreð á Englandi

Í fótboltanum eru mestur peningarnir í Englandi, enda er sú deild sú vinsælasta í heimi. Þangað streyma nú auðkýfingar, flestir erlendir, og fjárfesta af miklum móð í félögum og leikmönnum. Flestir þekkja Abramovich hjá Chelsea og Björgúlf/Eggert hjá West Ham, en einnig hafa auðugir útlendingar keypt Man Utd, Liverpool, Man City, Aston Villa, Portsmouth,  og fleiri félög. Og nú hefur Newcastle, undir stjórn nýrra eigenda, blandað sér í leikinn, og Tottenham hefur líka eytt miklu fé, en ég held að þar séu innlendir auðkýfingar við stjórnvölinn.

 

Peningaspreðið á Liverpool, Man Utd, Newcastle, West Ham og Man City hefur verið yfirgengilegt. Að vísu hafa liðin almennt gert góð kaup held, þó sérstaklega Man Utd en Alex Ferguson er að safna að sér gríðarlega efnilegum strákum, sem verða kjarni framtíðarliðs Man Utd, það sem hann mun skilja eftir.


Arsenal hefur selt meira en það hefur keypt, bæði í magni og upphæðum. Ég held að það sé eina liðið í Úrvalsdeildinni, sem svo er ástatt um. Liðið byggir frekar upp unga stráka og gerir þá góða. Að vísu hefur fjárhagurinn verið frekar erfiður vegna hins glæsilega leikvangs, sem er eins og er sá glæsilegasti á Englandi (amk í einkaeigu!). En þó er nóg af peningum til að spreða, en Arsene Wenger vill ekki kaupa leikmenn bara til að kaupa leikmenn, eins og sumir aðrir frkvstj. Hann hefur því ekki tekið þátt í þessum milljarðaleik félaga sinna. Þó ég myndi alveg þiggja 1 fjölhæfan kantmann til viðbótar, og e.t.v. einn striker, er ég sáttur. Ég er sammála þessari stefnu, þó ég vilji vissulega vinna titla.


En framtíðin er björt hjá Arsenal. En næsta vetur held ég, að wannabe félögin, sem hafa eytt milljörðum í leikmenn, muni ekki ná að skáka þeim fjórum stóru, en komast nærri því en oft áður.

Ég spái því:

1-4 Man Utd, Chelsea, Arsenal, Liverpool (í einhverri röð)
5-8 Tottenham, West Ham, Man City, Newcastle.
9-13 Middlesbrough, Blackburn, Bolton, Aston Villa, Portsmouth (öll þessi 13 lið eru feikisterk á blaði)
14-17 Reading, Everton, Birmingham og Wigan
18-20 Fulham, Derby, Sunderland

 


mbl.is Cacapa og Enrique til Newcastle
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Newcastle hefur nú ekki verið að eyða það miklu, allavega ekki það miklu að þeir eigi að vera hafðir í sömu upptalningu á Liverpool, Man U/City eða West Ham!

Rozehnal (2.9m), Barton (5.8m), Geremi (frír), Cacapa (frír) Viduka (frír), Smith (6m), Luis Enrique (4m), Drago (2.5) = 21,2m

 Svo búnir að selja Parker á 7m og Dyer fer líklega á 6m. Nettó eyðsla upp á  8,2m er nú ekki mikið.

Djusi (IP-tala skráð) 4.8.2007 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband