Lággjaldaflugfélög

Ojæja, alls staðar tekst þeim að smyrja.


Ég fer gjarnan með Icelandair til Lundúna eða Köben og borga jafnan fyrir 18.500 c.a. á netinu, fyrir utan flugvallarskatta auðvitað. En nýlega flaug ég til Frankfurt og var þá ódýrast hjá Iceland Express, 40.000 kall rúmlega.


Og ekkert innifalið auðvitað. Ógeðslega vond samloka á um eða yfir 400 krónur, Mogginn seldur osfrv. Hvað fær maður eiginlega fyrir þennan 40.000 kall? Bara sætið við hliðina á salerninu?


Greinilega. Mér fannst þetta allt of dýrt til Hahn, sem er gömul herflugstöð, þar sem ekkert að gerast. Ömurlegur flugvöllur....en sem betur fer stuttar biðraðir og ómögulegt að villast!


En a.m.k: ég mun reyna að komast hjá þvi að flúgja með Iceland Express í náinni framtíð, nema ég megi til. Frekar borga ég nokkrum þúsund köllum meira, fæ að lesa Moggann, fæ frítt vatn og einhvern smá matarbita, og alvöru þjónustu um borð....og ekki flug út á gamlan herskála.


Og EasyJet! Æ, nei takk. Ekki nema í algjörri neyð.


mbl.is Brátt þarf að borga undir töskur hjá easyJet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þú hefur greinilega ekki kynnst alvöru þjónustu ef þú kallar þjónustuna hjá Icelandair alvöru þjónustu. Eftir að ég flaug með Qantas veit ég hvað alvöru þjónusta er, og það þrátt fyrir að vera á almennu farrými

Ríkharður Sveinsson (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 23:34

2 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Moggann og matarbitann geturðu tekið með (finnst þér eggjakakan hjá æslander annars svona góð?), vatn keypt á flugvellinum (ókei, í okurbúllunum þar) og hvaða þjónustu? Ég fékk ljómandi fína þjónustu hjá Æslandekspress um daginn, samlokurnar voru frá Sóma og bara ekkert að þeim.

Hins vegar er þetta algjör ekkifrétt hjá mbl.is, Ryanair er þegar komið með þetta, maður tekur fram við pöntun hvað maður vill hafa margar töskur og borgar sér fyrir þær. Ekki nóg með það, í augnablikinu eru reglur Ryanair þannig að maður má hafa 15 kíló með sér í tösku og það er ekki hægt að deila með fjölskyldumeðlimum eða öðrum á sama bókunarnúmeri, einn má ekki vera með 20 kíló og annar með 10. Neinei, þá skal borgað fyrir 5 kíló í yfirvigt. Þegar ég las þessa frétt var ég nærri búin að brjóta sjálfsett bann við að nota moggabloggsíðuna mína...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 4.8.2007 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband