Verslunarmannahelgin framundan

Þá byrjar ballið aftur og einu sinni enn.


Ég er einn þeirra, sem er mun ákafari í að vera heima um þessa helgi en að taka þátt í fólksflutningunum miklu úr borginni og heim aftur. Ég fór síðast eitthvað 1998, en þar áður höfðu mörg ár liðið, þar sem maður sat bara heima og undi sér vel.


1998 rigndi nær alla helgina og voðalega lítið gaman! Og nú er spáð rigningu. Í öllu falli hefði ég ekki áhuga á að hírast í tjaldi þessa helgi. Þá væri sumarbústaður skárri.


En þá getur maður alveg eins verið heima. Ég er nýlega fluttur í paradís, góðan stað í Stekkjunum, nánar tiltekið í botnlangagötu, alveg neðst. Þar er friður og ró, nánast eins og maður sé kominn upp í sveit. Og stór og flottur garður, yndisleg verönd osfrv. Þetta er eins og stór heilsársbústaður á besta stað. Til hvers er fara eitthvað annað?


Ég ætla semsagt að taka þessu rólega um Verslunarmannahelgina og glotta að myndum af fólki í regngöllum úti í sveit.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband