Veik stjórnarandstaða

geirUndir venjulegum kringumstæðum ættu VG, Framsókn og Frjálslyndir að vera í einhverjum plús, þar eð það er talið gott að vera í stjórnarandstöðu, fylgisaukningarlega séð.


En ekki núna.


Í fyrsta lagi er stjórnin bæði sterk og vinsæl. Hún hefur komist hjá því að gera slæm mistök og aðfinnslur VG í utanríkismálum eru bæði ruglingslegar og oft á tíðum óskynsamlegar, s.s. hvað snertir Hamas.


En síðan held ég, að Hamas-þjónkun Ögmundar og Saving Iceland stuðningur, sem greinilega var til staðar hjá þekktum VG mönnum, hafi komið í bakið á VG. En Framsókn týnd núna og Frjálslyndir hafa verið uppteknir við að eignast Útvarp Sögu. Og Ómar sami brandarinn og venjulega.


Ergo: sterk staða stjórnarinnar. Sjálfstæðisflokkur bætir við sig og Samfó tapar einu prósenti. Ætli maður fari ekki að heyra gömlu frasana um að "hækja" Sjálfstæðisflokksins tapi alltaf fylgi?


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokks eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband