Tómas Björnsson er á lífi

tommiÍ gær og í dag hafa kjaftasögurnar farið á kreik um Tómas nokkurn Björnsson, sem var víst skv. DV aðalleikarinn í þessu hörmulega máli um helgina.


Síminn hefur varla stoppað hjá mér, enda er vinur minn, Tómas Björnsson, á þessum sama aldri og nefndur er. Og nú er þessi kjaftasaga farin af stað víða hér í bæ og margir skákmenn orðið fyrir töluverðu ónæði vegna þessa, og vísast hefur fjölskylda Tomma orðið þar verst úti.


En Tómas Björnsson skákmaður, Brekkugerði 9, Rvk, var a.m.k. á lífi og við hestaheilsu í gær, þegar einn af okkur skákstrákunum hafði samband við hann. Hann þekkti reyndar alnafna sinn, en sagði sjálfur, að fréttir að andláti sínu væru stórlega ýktar. Og hann var þar af leiðandi ekki maðurinn niðrá Sæbraut.


Vinsamlegast hættið þessum kjaftagangi og leyfið látnu fólki að vera í friði, amk uns búið er að jarða og helst lengur. Og hættið þessum hringingum og emailum í mig um þetta mál, takk. Ég er ekki 118.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er ekki 118. Kg?

Sigurður Sverrisson (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 13:21

2 Smámynd: Snorri Bergz

Ég er ekki einu sinni 100 kg! Ég segi mig hérmeð úr plús 100 kg. félaginu.

Snorri Bergz, 31.7.2007 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband