Eiður til West Ham?

Jæja, allt í áttina. Það væri gaman að sjá Smárann í West Ham, sem er svona vara-uppáhaldslið mitt í Englandi, og hefur verið frá því ég var patti (síðar bættist við Leicester, þar sem ég var í námi).


En með þessum kaupum myndi Hammers styrkjast enn, en liðið er nú orðið vel skipað, á pappírnum amk. Spurning hvort Hammers fari nú ekki að hrinda Spurs af stalli sem þriðja besta lið Lundúna?


Þar fyrir utan finnst mér Eiður passa betur við enska boltann en þann spænska...eða a.m.k. passa betur í Hammers en í Barcelona og ekki hefur tilkoma Henrys hjálpað til við að festa okkar mann í sessi þarna suðurfrá.


mbl.is Viðræður West Ham og Barcelona um kaup á Eiði sagðar hafnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fjórða besta. Arsenal, Man Utd og Liverpool eru öll og verða um ókomna framtíð mikið betra lið en West Ham.

alli arsenal (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband