Mánudagur, 30. júlí 2007
Danir halda heim frá Írak
Jæja, danskurinn að flýja Írak.
Einhvern veginn skil ég ekki hvað Danir voru að gera þarna. Þeir eru nú ekki þekktir fyrir neina sérstaka hermennsku. Lúffuðu jafnan fyrir Svíum í den, og síðar Þjóðverjum. Þeir einu, sem þeir réðu við, voru Íslendingar og óvopnaðar nýlenduþjóðir.
En Danir ágætir að öðru leyti svosem, en litlir bógar í hermennsku.
Og síðan held ég, að Kanarnir eigi bara að sjá um þetta Íraksmál sjálfir, já, ásamt Bretum auðvitað. Hinir þarna ættu bara að drífa sig heim.
Heraðgerðum Dana í Írak lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Ýmislegt
- Allra Átta vefumsjónarkerfi Svo einfalt kerfi að allir geta unnið á það
- Internetráðgjöf Smá blogg um leitarvélabestun, internetráðgjöf og svoleiðis.
- Vefumsjónarkerfi - heimasíðugerð Um vefumsjónarkerfi og heimasíðugerð
- Internet Consultant SEO, Search Engine Optimization, Internet Consulant
- Ljósmyndun Hágæða ljósmyndun. Sérsniðnar myndir fyrir vefsíður
- Alstar Solid síða um sjávarútveg og fleira
- Astar Consultora Solid síða um sjávarútveg og fleira
- Arcamar Solid síða um sjávarútveg og fleira
Íþróttir
Ég er samt ekki í Þrótti
- Fram Okkar tími mun koma
- Arsenal Framtíðin er björt...nútíðin ekki
- Arsenal-klúbburinn á Íslandi Flottastur
- Taflfélag Reykjavíkur ÍSLANDSMEISTARARNIR
Aukabloggin mín
Blogg þar sem ég skrifa margar, margar setningar í hverja færslu!
-
Leitarvélabestun
Leitarvélabestun. Viltu að heimasíðan þín finnist á Google?
Leitarvélabestun (SEO) -
Holocaust
Helförin: ýmsir hliðarvaríantar
Holocaust -
The Nature of Islam
The Roots of Modern Islamism
The Nature of Islam -
Prófarkalestur og textavinnsla
Prófarkalestur, texta- og efnisvinnsla fyrir vefsíður
Prófarkalestur og textavinnsla -
Internet Consultant
SEO
Internet Consultant -
Leitarvélagreining
Um leitarvélabestun, SEO og svoleiðis
Internetráðgjöf -
Vefumsjónarkerfi
Þarft þú ekki á vefumsjónarkerfi að halda?
Vefumsjónarkerfi - heimasíðugerð
Færsluflokkar
- Af spjöldum sögunnar
- Athugasemdir
- Aulahúmor
- Bloggar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Grúsk
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Miðausturlönd
- Milton Berle
- Pepsi-deildin
- Saga
- Sjónvarp
- Skák
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Andrés Magnússon
- Arnar Hólm Ármannsson
- Baldur
- Bergur Thorberg
- Birgir Ármannsson
- Bjarni Sæmundsson
- Björn Kr. Bragason
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Calvín
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Edda Sveinsdóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Sigvaldason
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eysteinn Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fannar frá Rifi
- Femínistinn
- Friðjón R. Friðjónsson
- Guðfinna S. Bjarnadóttir
- Guðmundur H. Bragason
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halla Rut
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heimssýn
- Heiðrún Lind
- Helgi Viðar Hilmarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Skákfélagið Goðinn
- Hrannar Björn Arnarsson
- Ingi Geir Hreinsson
- Ingvar Þór Jóhannesson
- Haukur Már Helgason
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Jón Axel Ólafsson
- Jóhann Helgason
- Jóhann S Kristbergsson
- Jón Agnar Ólason
- Jón Lárusson
- Jón Svavarsson
- Kallaðu mig Komment
- Karl Gauti Hjaltason
- Killer Joe
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján Jónsson
- Landsliðið
- Laufey B Waage
- Lýður Pálsson
- Pálína Erna Ásgeirsdóttir
- Pétur Gunnarsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Snorri Sturluson
- Snorri Óskarsson
- Stefán Freyr Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Stefán Þórsson
- Steingrímur Ólafsson
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Stjórnmál
- Sæþór Helgi Jensson
- Torfusamtökin
- Vefritid
- Vilberg Tryggvason
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- gudni.is
- jósep sigurðsson
- Árni Helgason
- Ásdís Rán
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ólafur Valgeirsson
- Ólafur Örn Nielsen
- Þorsteinn Hilmarsson
- Þorsteinn Magnússon
- Þórarinn Þórarinsson
- Linda
- Gísli Tryggvason
- Ægir Örn Sveinsson
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Bókaútgáfan Hólar
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- fellatio
- Gladius
- Himmalingur
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Hrannar Baldursson
- Hörður Finnbogason
- Jakob Falur Kristinsson
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Mál 214
- Mótmælum Durban II
- Ólafur fannberg
- Ólafur Jóhannsson
- Ónefnd
- Pétur Orri Gíslason
- Samtök Fullveldissinna
- Sigríður Guðnadóttir
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Sindri Guðjónsson
- Sjálfstæðissinnar
- Steingrímur Helgason
- Sverrir Halldórsson
- Tómas Þráinsson
Athugasemdir
..... og Hjálpræðisher kapteins Ingibjörgu Sólrúnu gæti svo farið og komið á sáttum á milli hinna friðelskandi Shíta og geðgóðu Súnníta, já bjargað heimsfriðnum fyrir framan nefið á Bush og Brown.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 31.7.2007 kl. 02:14
Kapteins Ingibjargar Sólrúnar ... sjáið hvað Dönum tókst - að eyðileggja eignarfallið.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 31.7.2007 kl. 02:16
Danir eru þó skárri en Hollendingar í varðgæzlunni (sbr. Júgóslavíu), ekki satt? Og ekki er það rétt hjá þér, að Danir hafi staðið sig illa í hermennsku "í den". Voru þeir ekki sterkt veldi við Eystrasalt og í norðurhöfum öldum saman? Varla var skæðasta vopn þeirra þá aumingjalegur her.
Jón Valur Jensson, 1.8.2007 kl. 01:25
Jón Valur. Danir voru "sterkt" veldi í smá tíma við Eystrasalt, meðan þeir þurftu lítið að berjast, nema við illa búna mótherja. En Svíarnir, og síðar Rússar, hröktu þá fyrirhafnarlitið á braut frá hverju virkinu á fætur öðru.
Mér líkar vel við Dani, en er lítið gefinn fyrir Svía. En Svíar eru góðir hermenn, og hafa löngum verið, en Danir frekar væklulegir. Danir voru síðan ekkert sérstaklega sterkt veldi við Eystrasalt, þeirra styrkur fólst í fallbyssum við Eyrarsund, svo þeir fengu nokkuð að vera í friði.
Hvað gerði t.d. danska setuliðið hér í Tyrkjaráninu? Ekkert.
Danir áttu þó reyndar ágætis flota "í den", þó þeir hafi nú ekki staðist t.d. Bretum snúning eins og frægt var, en það er erfitt að halda því fram, að þeir hafi verið bógar í hermennsku.
Snorri Bergz, 1.8.2007 kl. 06:31
Snorri, nú er ég alls ekki ekki sammála þér!
Danir geta verið, og hafa verið, mikil hernaðarþjóð allt síðan á Víkingaöld. Þeir kunna sko aldeilis að ganga í takt og skjóta ef með þarf. Þú getur ekki verið að bendla stjórn Dana á Íslandi fyrr á öldum við það sem nú gerist i Írak. Það er anakrónismi.
Þótt halinn hafi verið á milli lappanna á Dönum þegar nasistar nauðguðu landinu árið 1940, vantaði ekki viljann hjá hluta danska hersins og hjá flotanum til að berjast við Þjóðverja. Pólitíkusar, t.d. kratar, völdu þess i stað að opna sig og markaði sína gagnvart hinum þýska lim, eins og mella í Istedgade. Danir græddu á þessu og komu betur út úr stríðinu en flestar þjóðir Evrópu. Útflutningur Dana til Þýskalands gagnaðist fyrst og fremst stríðsmaskínunni. Danskt beikon og egg gerði morðingja gyðinga og annarra sterka og bardagafúsa.
Sami hugsunarhátturinn er kannski í gangi nú þegar menn draga fámennar danskar sveitir frá Írak. Að minnsta kosti er undirlægjuhátturinn gagnvart íslamismanum kominn á hættulegt stig í Danmörku. Hvort Danir græði eitthvað á því á endanum að hverfa frá Írak, leyfi ég mér að efast um.
Þú mátt ekki gleyma því, að danskur her var ekki í Írak til að berjast og sýna mátt sinn. Hann var sendur þangað til að taka þátt í uppbyggingu landsins eftir fall brjálaðs einræðisherra. Dátarnir voru þarna að byggja hús, eyða sprengjum, byggja skóla, flytja lyf og nauðsynjar og hjálpa börnum og öldnum.
Því miður virðist sem að Írakar geti enn ekki nota krafta sína í uppbyggingu. Eyðileggingaröfl sem er fjarstýrt frá Sýrlandi, (sem vælir út af flóttamannastraumi frá Írak), og Íran, virðast ætla að eyðileggja þetta land, sem líklega mun ekki sjá neinn frið fyrr en því verður skipt á milli hinna stríðandi afla og það tryggt að lýðræði stjórni ferðinni en ekki trúarofstæki.
Danir hafa staðið sig með sóma í Írak. Þeir fengu hins vegar ekki að ljúka verki sínu. Hermennirnir sjálfir hafa þegar tjáð sig í þá veru, en pólitíkin og atkvæðaspekúlasjón veldur því nú, að öfl í Danmörku, sem eiga samreið með íslamísmanum í hatrinu á hinum vestræna heimi og Ísrael, standa sterkar, og Evrópsk menning og lýðræði eru í enn meiri hættu en áður.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 1.8.2007 kl. 10:58
Að mörgu leyti sammála, amk því síðasta. En já, Danir voru góðir hermenn á víkingaöld og e.t.v. eitthvað áfram. En einhvern veginn sé ég ekki Dani fyrir mér sem hermenn. Sorry.
En ég er mjög sammála seinni hlutanum. Já, þeir hafa staðið sig með sóma, en þetta verkefni er vandmeðfarið. Ég vil helst af öllu hafa þarna Engilsaxana, til að klára dæmið. Hafa hina frekar með meiri þrótti í Afghanistan, eða þá t.d. í Líbanon, þar sem framferði friðargæsluliða er til skammar. Ekki nóg með að þeir horfi þegjandi á vopna"smygl" Sýrlendinga til Hizb'Allah, heldur virðast þeir "greiða fyrir umferð", vísast til að komast hjá vandræðum frá öfgaliðinu.
En eins og ég segi, ég vil að Engilsaxanir klári þetta í Írak. Þeir geta borið þetta væl frá stuðningsliði íslamismans. Ég óttast að þetta gæti haft slæmar afleiðingar fyrir Dani að vera þarna áfram...en spurningin er, hvort eigi að gefa eftir öfgaliðinu heima eða ekki. En vissulega auðvelt fyrir mig að halda einhverju fram hér, meðan þú ert Villi í Danaveldi og sérð þetta vísast öðruvísi, og e.t.v. betur og réttar.
Snorri Bergz, 1.8.2007 kl. 11:09
Hvað gerðu Danir, þegar hirðstjóri þeirra á Íslandi, Björn ríki Þorleifsson, riddari á Skarði, var veginn af enskum kaupmönnum í Rifi (1453, að mig minnir)? Þeir fóru í stríð við Englendinga, sem stóð í nokkur ár. Hvernig stóðu Danir sig gagnvart Þjóðverjum í margar aldir? Jú, þeir héldu þar hertogadæmum sínum og yfirstjórn yfir þýzkumælandi fólki, margfalt fjölmennara en okkur íslendingum. Sömuleiðis héldu þeir (Danakonungar) Skáni á Suður-Svíþjóð í nokkrar aldir, Noregi fram til 1814, Íslandi til 1918, en Færeyjum og Grænlandi fram á þessa öld, auk nýlendna um tíma í Vesturheimi. Þetta geta hernaðarlegir aukvisar ekki. Þeir voru bandamenn Frakka í Napóleonsstyrjöldum og þurftu að taka því gjaldi, að Kaupmannahöfn var bombarderuð af Englendingum (1805 eða 1812?) og Noregur frá þeim tekinn 1814. Þeir stóðu sig margir hetjulega í stríðinu vegna hertogadæmanna 1864, en Prússar voru miklu fjölmennari og gátu nú neytt aflsmunar.
Þú getur ekki ætlazt til þess, Snorri, að fámenn þjóð hafi í fullu tré við stórþjóðir á hernaðarsviðinu öldum saman án afláts. En vissulega var Karl XII Svíakonungur glæstari herforingi en margir herstjórar Dana. Síðan hafa Svíar ráðið Skáni.
Jón Valur Jensson, 1.8.2007 kl. 12:40
Innlegg Vilhjálms kl. 10.58 er mjög athyglisvert og lærdómsríkt um aðstæður og frammistöðu danskra og margt sömuleiðis íhugunarvert í innleggi Snorra kl. 11.09.
Jón Valur Jensson, 1.8.2007 kl. 12:47
Varðandi Björn ríka forföður vorn; þá var hann nú sennilega umfangsmesti glæpaforingi Íslandssögunnar. Og ég er nokkurn veginn viss um, að hann hafi nú verið veginn á eigin akri. Danir voru engir bógar í landhernaði; en Íslandi og þessum eyjum hist og hér heldu þeir í skjóli flotaveldis. Það er allt annar handleggur, eins og ég sagði áður, og yfirráða yfir Eyrarsundi, líflínu Eystrasalts. Enda hef ég aldrei dregið í efa að Danir hafi ekki verið bógar þar.
En í landhernaði, og ég stend við það, hafa þeir ekki verið miklir bógar. Hafa ber í huga, að þeir voru engin smáþjóð hér í "den", heldur ein af stórþjóðum Evrópu, þegar meginland Evrópu var sundurskipt í lítil hertogadæmi. En hertogadæmin þýsku héldust undir stjórn Dana fyrst og fremst af því að þau áttu engan óvin sem vildi taka þau fyrir, fyrr en Prússarnir fór á sameiningarkreik.
Og síðan er líka önnur skýring: ég held nefnilega að Danir séu friðsöm þjóð í eðli sínu, og það skýrir e.t.v. margt. Það hentar þeim hreinlega ekki að vera í hernaðarbrölti, ligeglad eins og þeir eru.
Snorri Bergz, 1.8.2007 kl. 14:30
Þakka þér samræðuna, Snorri -- og Vilhjálmur sömuleiðis.
Jón Valur Jensson, 1.8.2007 kl. 15:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.