Vinsældir

Þegar þetta er skrifað er umrædd frétt af fr. Spears mest lesna fréttin á mbl.is.


Í mínum huga er þetta hryggileg vísbending um Íslendinga. Ætlum við virkilega að verða eins shallow og Kanarnir, sem lepja fréttir af "stjörnunum" upp með morgunkorninu?


Og síðan skil ég ekki hvers vegna virðulegur miðill eins og mbl.is er stöðuglega að eltast við þessar partístelpur í Hollywood?


mbl.is Umtalað viðtal við Spears birt á föstudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Það er bara engin reisn yfir neinum af þessum fréttamiðlum. Fyrir 25 árum var ég í starfskynningu á Vísi og Mogganum. Þeir komust að því að enskukunnátta mín var vel yfir meðallagi. Þá var ég settur inn á skrifstofu fyrir framan ritvél (já ritvél, hugsaðu þér) og fengið það verkefni að þýða nokkurra mánaða gamlar breskar stjörnuspár til birtingar í blaðinu.

Getur þú ímyndað þér annað en að með auknum hraða og fleiri miðlum, þar á meðal á netinu, að þetta hafa bara versnað? Þeir skanna erlenda miðla, þýða textann og birta sem sinn eigin. Annars er mér afar í nöp við starfsmenn fréttamiðlanna, ég neita kategorískt að kalla þetta blaðamenn.

Það er samt rétt að það er sorglegt að þetta skuli vera mest lesið, sorglegur vitnisburður um okkur.

Ingi Geir Hreinsson, 25.7.2007 kl. 10:51

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

Að birta frétt um það að erlendur fjölmiðill birtir frétt um það bráðum komi út frétt í einhverju blaði???

Fréttamennskan á Íslandi er ekki upp á marga fiska. mbl.is er frekar slakur fréttamiðill og þá sérstaklega eftir kosningarnar í vor. ég tók eftir því að þegar kosningar bragur var farinn af þjóðfélaginu þá duttu niður gæði fréttanna.

En mbl.is getur ekki verið neitt betri heldur en morgunblaðið og þar á bæ hafa vinnubrögð verið frekar vafa söm. Dæmi um það eru fréttir af sölu kvótans frá Kambi á Flateyri. Þá voru birtar fréttir af búið væri að ganga frá samningum um sölu sem ekki reyndist rétt og ofaná það vissu fréttamennirnir af því að fréttinn var röng en ákváðu samt að birta hana.

En kannski er ástæðan fyrir mikilli umfjöllun um Bechamhjónin, Paris Hilton, Britney Spears og aðrar "stjörnur", að það er svo auðvelt að skrifa fréttir um þessi mál. Það þarf ekki neina sérfræði þekkingu í hagfræði eða stjórnmálum. Bara vera góður að sér í fræðum Gróu á Leiti. 

Fannar frá Rifi, 25.7.2007 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband