Miðvikudagur, 25. júlí 2007
Verið að meikaða í Tékkó!
Ég ræddi aðeins í gær, bæði hér og á aðeins heimasíðu Taflfélags Reykjavíkur, að hinn ungi og efnilegur Dagur Arngrímsson væri vel á veg með að tryggja sér sinn þriðja og síðasta áfanga að alþjóðlegum meistaratitli, en áfanga nr. 2 kláraði hann á móti sem lauk fyrir nokkrum dögum.
Annar vinur minn, Róbert Harðarson Lagerman, er kominn á svipaðar slóðir. Hann situr nú að tafli í Tékkó, nánar tiltekið á skákhátíðinni í Pardubice, en hún er hluti af tékknesku mótaröðinni. Við Róbert tókum einmitt þátt í Prague open í janúar sl., sem einnig er hluti af þessari mótaröð.
Robbi er til vinstri hér á myndinni, með Hjörvari Steini, hinum unga og efnilega skákmanni.
Róbert hefur þegar náð tveimur áföngum til alþjóðlegs meistara og vantar því bara einn, ásamt því að hækka sig á stigum upp í 2400 til að verða útnefndur alþjóðlegur meistari.
Þetta er svoldið skrítið, að fylgjast með Robba tefla á móti úti héðan frá Íslandi, enda verið meðferðis í síðustu fjórum mótum, sem kappinn hefur tekið þátt í á erlendri grundu og líka verið með í sömu mótum innanlands t.d. Kaupþingsmótinu og Rvk Intl í apríl.
En nú er Robbi staddur í hitabylgju í Tékkó, þar sem yfir 40 stiga hiti er normið. Við vorum um daginn í 35 stiga hita í Mið Evrópu og þótti nóg um. En þetta er verra, ekki síst þar sem þetta stendur yfir dag eftir dag, og erfitt að tefla við svona aðstæður. (Til vinstri er mynd af Robba með goðsögninni Svetozar Gligoric)
En Róbert hefur staðið sig afskaplega vel og hefur teflt á "normi", þ.e. hann hefur frammistöðu upp á 2451 eló stig, en frammistaða upp á 2450 dugar til að ná alþjóðlegum áfanga, séu ákveðin skilyrði uppfyllt, en þau hefur Róbert eiginlega þegar uppfyllt, að mér sýnist.
En frammistaða hans er eftirfarandi, tekur af chess-results.com:
FM LAGERMAN ROBERT 2315 ISL Rp:2451 Pts. 3,0 | |||||||||
1 | 419 | SERGIN MARK | 2070 | GER | 2,5 | w 1 | Turnaj A | ||
2 | 67 | IM | ADLA DIEGO | 2472 | ARG | 3,5 | w ½ | Turnaj A | |
3 | 79 | FM | MARKGRAF ALEXANDER | 2452 | GER | 3,5 | s ½ | Turnaj A | |
4 | 75 | GM | MANIK MIKULAS | 2457 | SVK | 2,5 | s ½ | Turnaj A | |
5 | 86 | GM | KIM ALEXEY | 2445 | KOR | 3,0 | w ½ | Turnaj A | |
6 | 53 | GM | VASJUKOV EVGENI | 2486 | RUS | 3,0 | s | Turnaj A |
Þetta er góður árangur og framundan er skák gegn gamla manninum Vasjúkov, sem var upp á sitt besta um það bil sem ég fæddist, eða um 1970.
Vonandi heldur Robbi bara áfram að tefla svona vel og hala inn punkta gegn sér stigahærri leikmönnum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.