Til stuðnings Saving Iceland samtökunum

Hvaða læti eru þetta í fólki eiginlega? Ég er bara mjög "sáttur" við aðgerðir Saving Iceland, eða öllu heldur sáttur við þær afleiðingar, sem þær hafa haft í för með sér. 


Það þýðir ekki, að ég sé stuðningsmaður þeirra. Nei, ég er "sáttur" við þetta vegna þess, að í ljós hefur komið, að aðgerðir þeirra hafa nær eingöngu notið stuðnings eða skilnings VG-liða. Og í kjölfarið hefur maður heyrt útundan sér, að ýmsir, sem kusu VG síðast vegna umhverfisatriðanna, munu ekki ætla að gera það aftur, því svona lögleysu og skrípaleik sé ekki hægt að samþykkja. Aðgerðir, sem stuðla að fylgistapi VG, hljóta því að eiga rétt á sér Wink, þó ég hafi ímugust á þessum skrípaleik, sem þessi samtök hafa haft í frammi.


ogmundurOg síðan kemur snilldin hjá Ögmundi Jónassyni, að vilja enn beintengja Ísland við hryðjuverkastjórnina í Hamas-istan, því þetta væru jú löglega kosin yfirvöld. En Hitler var líka löglega kjörinn til valda svo og margir af verstu einræðisherrum og glæpastjórnvöldum síðustu aldar.  Til að mynda minnir mig að Mugabe hafi verið löglega kosinn um 1980, þegar Smith stjórn hvítra hrökklaðist frá, en síðan hefur hann ekki verið vandur að meðulunum og stundum beitt þegna sína ofríki til að tryggja völdin (og mætti gjarnan taka sterkara til orða!)


Með þetta í huga þykir mér líklegt, að Vinstri grænar séu á niðurleið og væri athyglivert að sjá Capacent - Samfó gera skoðanakönnun núna.


mbl.is Áskorun til Saving Iceland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Viðar

En þú gleymir því að Íslendingar hafa gúbbífiskaminni.

Þó Ögmundur kæmi persónulega og frussdrullaði á útihurðina hjá hverjum einasta Íslendingi yrði það gleymt fyrir næstu kosningar, þó þær væru að ári liðnu

Haukur Viðar, 26.7.2007 kl. 02:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband