Galdrastrákurinn Potter

Ég fagna því hérmeð í dag, að hafa komist undan því að lesa einn einasta stafkrók í bókunum um Harry Potter. Jafnframt hef ég ekki séð einn einasta glugga úr myndunum um þennan strák.


Ég veit nú ekki hvort þetta sé nokkuð sérstakt afrek, en ég er samt stoltur að hafa komist hjá því að bendlast þessum heimi Mr. Potters.


Mikið er ég feginn að nú fer þessu að ljúka. Tískuæði koma og fara, og ég reyni eins og ég get að missa af þeim. Að þessu sinni tókst það og það all bærilega.


Ég hef jafnframt komist hjá því að kolefnisjafna, en reyni í staðinn að kolvetnisjafna. Ég átti heldur ekki fótanuddtæki.


Ég skal þó viðurkenna, að ég eignaðist Soda Stream sem unglingur!


mbl.is Potter selst á methraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Til hamingju Potterbindindið Snorri.  Þér hefur greinilega gengið ágætlega að bæla niður í þér hjarðeðlið.  En hvað með hárgreiðsluna þína, er það ekki einhver tíska?

Helgi Viðar Hilmarsson, 24.7.2007 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband