Laugardagur, 21. júlí 2007
Á byltingarkaffihúsinu: Kastró, Kúba, Che og við strákarnir
Ég var að fletta gömlum myndum, sem ég hafði einhvern veginn ekki sett inn í tölvuna fyrr en nýlega, nánar tiltekið í Lúx. Þar voru nokkrar myndir sem mér fannst við hæfi að lauma hingað inn.
Í nóvember 2006 fór ég með Róberti Harðarsyni Lagerman á skákmót í Serbíu, nánast tiltekið í Obrenovac, útborg Belgrað. Þar er tekin þessi mynd til vinstri, en hún er graffiti á vegg nærri Hótel Obrenovac.
Við laumuðumst síðan í bæinn, þ.e. til Belgrað, snemma að morgni einn daginn, m.a. í leit að farsíma og bara "til að skoða pleisið". Ég hafði reyndar skoðað það merkilegasta árið áður, þegar ég var þarna á ferð með núverandi Íslandsmeistara kvenna í skák, en að þessu sinni var tíminn naumur fyrir okkur strákana.
En í miðborg Belgrað rákust við á fínt kaffihús, byltingarkaffihús! Það var í hliðargötu frá "Laugaveginum", hreint og fínt. Þar pöntuðum við okkur "standardinn", þ.e. kaffi og vatn "mit gas". Þetta kaffihús hét reyndar "Byltingarkaffihúsið" á spænskan máta, enda var kúbanska byltingin einskonar þema þess, eins og sjá má m.a. á myndinni hér til hægri, sem btw er tekin fyrir 15 kílóum síðan.
Þetta var hinn merkilegasti staður. Við hliðina á borðinu okkar var "herkista", þ.e. einhverskonar trékassi, sem hefur kannski verið notaður til að flytja vopn, eða amk góð eftirlíking slíks apparats. Þarna voru fánar, myndir af byltingarleiðtogum og margt fleira.
Jú, jú, kaffið var ágætt, salernin hrein (ekki of algengt þarna suðurfrá; þarna voru ekki einu sinni alltaf Svíar, heldur holur í gólfið! Jæja, maður hefur nú séð það áður svosem) og góð þjónusta. Og Robbi snýr öfugt á myndinni, en ég nenni ekki að breytenni.
En jæja, datt í hug að lauma þessu inn, svona að gamni bara.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.