Fimmtudagur, 19. júlí 2007
SAVING PAKISTAN
Jæja, í þessum samanburði eru nú mótmælendur á Íslandi ekki til mikilla vandræða, en nógu mikilla vandræða samt. Þeir, hér á landi, eru þó ekki að sprengja fólk og fastamuni austur á Kárahnjúkum eða á Grundartanga. Við getum þó amk þakkað fyrir það -- í þessu ljósi þeas.
Og enn eiga íslenskir umhverfisverndarfanatíkusar eftir að sprengja sjálfan sig í loft upp til að mótmæla framkvæmdum erlendra fyrirtækja í landi sínu.
En í þessu ljósi má kannski spyrja; er andstaðan við álverin tvö, á Grundartanga og austur á fjörðum, aðeins vegna umhverfisverndarsjónarmiða, eða er kannski þjóðernishyggja líka einhver hluti af pakkinum, eins og virðist vera í Pakistan? En hvers vegna heitir þá félag þetta ensku nafni, svo eitthvað sé nefnt?
Ég held þó, að umhverfisverndarsjórnarmið hljóti að ráða ferðinni hér, en ef ég man rétt, var það nú aðallega erlend eignaraðild, sem stóð að baki gagnrýni á byggingu Álversins í Straumsvík á sínum tíma.
En kannski höfum við bara þroskast svona mikið á síðustu áratugum, að við Íslendingar erum hættir að meta fólk eða fyrirtæki eftir þjóðerni? En einhvern veginn efa ég það nú samt, því t.d. viljum við ekki heimila erlendum fyrirtækjum eða aðilum að eiga hér fyrirtæki í sjávarútvegi.
Æ, þetta er allt tóm steypa, eins og RB myndi segja það.
Nítján létu lífið í sprengingum í Pakistan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.