Lúx lokið

Jæja, erfiðri ferð er lokið. Gærmorguninn fór í að pakka niður og klára málin. Ég reyndi að finna símann minn, en án árangurs. Hann fannst svo þegar við vorum að fara, en ég hafði geymt honum niðrá veitingastað, eða hann dottið úr jakkanum mínum annað hvort þar inni, eða fyrir utan, þar sem var "stúderingahornið", sem ég hef rætt um áður.


Skákin byrjaði kl. 12 að staðartíma. Ég hafði engan áhuga á frekari tafmennsku og svo átti einnig við um mótherja minn, Kötu Smokinu. Þar sem hvorugt hafði mikinn áhuga á skákinni, varð jafntefli niðurstaðan.


Ég reyndi að hanga þarna smástund, en fór svo labbitúr í bæinn. Það var um 30 stiga hiti og steikjandi sól. Ekki sérlega skynsamlegt svosem, að fara svo langa göngu í fullum klæðum. En mér leiddist, satt best að segja. Ég fékk mér pizzu með spæleggi og fl. á sama stað og síðast, gekk aðeins um, og skoðaði mannlífið.

Sneri ég síðan "heim" á skákstað og skóf af mér svitabylgjurnar. Þar voru Íslendingarnir á efstu borðunum að standa sig vel og flest í gúddí. Hannes sigraði mótið, ásamt Humpy, en Héðinn varð í þriðja sæti ásamt öðrum og náði stórmeistaraáfanga. Við töluðum nokkuð saman fyrir 2 síðustu umferðirnar og ræddum hernaðaráætlunina, hvort fara skyldi "all in" með svörtu gegn Henrich og ef það myndi hepnast reyna jafntefi í síðustu, eða gera jafntefli með svörtu í 8. umferð og fara all in í þeirri níundu. Héðinn ákvað að sjá til með þetta, þetta færi allt eftir stöðunni. Þegar Henrich bauð jafntefli frekar snemma tafls með hvítu, ákvað Héðinn að þiggja og vonast eftir að fá nægjanlega sterkan andstæðing í síðustu til að eiga séns á stórmeistaranormi. Það gekk eftir, en hann hefði vísast kosið auðveldari andstæðing en stigahæsta mann mótsins.

Héðinn lék 1.e4 í fyrsta leik, en það er sjaldgæft. Upp kom Caro-kann vörn og þjarmaði Héðinn hægt og rólega að Malakhatko og fórnaði manni fyrir sókn. Síðan leiddi eitt af öðru, og upp stóð hann með sinn annan stórmeistaraáfanga í tveimur mótum.

Ég óska bæði Hannesi, sigurvegara mótins ásamt Humpy Koneru, og Héðni, sem náði stórmeistaraáfanga, til hamingju með árangurinn.

Nú, við þurftum að ná fluginu og héldum af stað um fjögur leytið, strax og Róbert var búinn með skákina sína. Við reyndum að finna veitingastað, en á þessu svæði er það lenska að loka svoleiðis stöðum á milli c.a. 2 og 6 eftir hádegi. Það pirraði okkur aðeins, en að lokum fundum við opinn stað inni í miðjum skógi í Mósel dalnum. Það var Alsbach myllan. Yndislegur staður og maturinn ofboðslega góður, segja strákarnir amk.

VIð náum síðan út á völl, dáítið laskaðir, og síðan létum við vaða beint heim frá ömurlegasta flugvelli, sem ég hef komið til, Frankfurt Hahn. En jæja, hann er víst ódýr og ekki að furða.

En maður er þó amk kominn heim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband