Strákurinn seigur

HPIM0606Jæja, ég var mjög ánægður með Hjörvar Stein í gær, þó hann hefði aðeins gert jafntefli gegn sterkum alþjóðameistara. Já, slíkar væntingar ber maður til stráksa, að maður er eiginlega hundfúll að hann vinni ekki mann, sem er eitthvað um þrjú hundruð stigum hærri!

Við notuðum tímann í gær í stúderingar á Meran-afbrigðinu, sem getur bæði komið upp úr Slavneskri vörn og Drottningarbragði. Við fórum yfir skákir mótherjans í þessu og fundum út hvaða leikjaröð myndi best henta gegn honum og fórum þar í smiðju indverska snillingsins Vishy Anands. Hjörvar með svart og réðst strax til atlögu og hóf að trufla liðsuppstillingu hvíts. Mótherji hans tefldi hratt, en ekki jafn örugglega. Hann valdi leið, sem má kalla "utan alfaraleiða",en Hjörvar lét bara vaða á kappann. Stráksi vélaði peð af meistaranum og tefldi alveg frábærlega vel. Sá maður þar handbragð skólastjóra Skákskólans, Helga Ólafssonar, sem m.a. hefur gert Hjörvar alveg grjótharðan í endataflinu (þ.e.ásamt vitaskuld meðfæddum skilningi Hjörra á skáklistinni). En svo fór þó að lokum að alþjóðlegi meistarinn náði að bjarga sér fyrir horn. Má hann kallast ljónheppninn, að hafa komist svo billega frá skákinni. En menn eru ekki alþjóðlegir meistarar fyrir ekki neitt og vísast hefur reynsla kappans vegið þyngst að lokum.

Og Hjörvar má, þrátt fyrir allt, bera höfuðið hátt. Það var alveg ótrúlegt að sjá hvernig hann yfirspilaði þennan alþjóðameistara, rétt eins og hann væri að tefla við einhvern viðvaning.

 

P.s. ég er officially hættur að skrifa frá mótinu, en get ekki á mér setið að hrósa stráknum aðeins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég er búinn að segja þér það... þú mátt ekkert hætta!

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.7.2007 kl. 17:31

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Engin ástæða til að hætta. Þetta eru skemmtilegir pistlar frá þér.

Hrannar Baldursson, 13.7.2007 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband