Barist við vélmennið

Kaupthing-R6-20070711_14Jæja, þá var það vélmennið. Hannes taldi óþarft að ana beint inn í byrjunarundirbúning minn (gaman að hafa þannig reputation, að menn tefli nýjar byrjanir til að forðast stúderingarnar manns!) og tefldi hliðarafbrigði af Rauzer, sem ég hafði reyndar einu sinni teflt áður, en það var á Helgarmótinu á Akranesi 1984. Þá tefldi Guðmundur Sigurjónsson stórmeistari þessu og var klossmátaður snarlega.

Þetta leit ágætilega út núna, ég óð á hann með látum og vélaði af honum hrók fyrir mann og peð og þar að auki voru "menn Hannesar í klessu", eins og einn orðaði það á skákhorninu. En Hannes náði mótspili og átti ég erfitt með að bæta stöðu mína. Svo fór, að ég missti tökin á stöðunni í tímahrakinu og tapaði, en þegar maður leit yfir þetta betur sást, að ég átti aldrei neitt sérstakt í þessu. Mótspil Hannesar var einfaldlega of öflugt, þegar hann komst af stað.

Héðinn vann "vin" okkar Íslendingana, Kasparov yngra, stórmeistara með 2500. Við ræddum aðeins við í upphafi umferðar og þar á meðal um skákstil og taflmennsku Kaspa þessa. En í mikilli baráttuskák þeirra félaga urðu svolitlar deilur um truflun við skákborðið en Kasparov var að mér skilst með einhverjar hreyfingar, sem trufluðu Héðin. En þetta heyrði ég bara eftirá, því þá vorum við Hannes farnir fram. Urðu víst töluvertð læti út af þessu. En gott hjá Héðni að láta kallinn ekki komast upp með neina stæla, en sá hlýtur að hafa verið orðinn verulega pirraður á þessum tímapunkti.

Maður þessí hlýtur nú að vera farinn að hata Ísland, en hann hefur aðeins náð hálfum punkti gegn þremur Íslendingum, og það einmitt gegn mér. Roar, þetta fer að vera embarrassing sko. Og til að kóróna allt, munaði litlu að hann fengi Hjörvar í dag, og eiginkona hans, sem tekur þátt í mótinu, fær Rúnar Berg á morgun!!

Ef lítill og grjáslykjulegur austantjaldsmaður með bakpoka og í stuttbuxum sést míga á Stjórnarráðið á næstu misserum, er það örugglega þessi náungi.

Nú, Robbi vann Fionu, og Hjörri gerði solid jafntefli við alþjóðlegan meistara, nokkuð þéttan náunga. Gott hjá stráknum en þetta var lengsta skák dagsins. Rúnar Berg tapaði og fær semsagt frú Kasparovu á morgun. Áfram Ísland.

Við Hannes skruppum síðan á pizzustaðinn eftir skák og spjölluðum um heima og geima. Langt síðan maður hefur séð kappann, maður rakst lítið á hann í Íslandsmóti skákfélaga og sá hann aðeins í Prag í janúar. Alltaf gaman að spjalla við Hannes, jafnvel þo´hann hafi unnið mann!

En jæja, þá er það "karrýkjúklingurinn" svokallaði á morgun. Ég fæ sem sagt grjótharðan og vel stúderaðann Indverja með um 2470 á morgun: Það kostar, eins og Steini Stonestone segir.  Maður verður bara að spýta i lófana.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þú ert magnaður. Ef þú notaðir ekki eins mikinn tíma í allt annað en skáklistina væri þú orðinn heimsmeistari. Það held ég nú, fyrir löngu. En bloggið get ég lesið, en ég skil ekki baun í bala í skáklistinni.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 12.7.2007 kl. 07:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband