Skin og skúrir

Jæja, mínir menn í FRAM töpuðu gegn Haukum Shocking, en það gat verið verra. Vona ég amk að stórstjarna þeirra Haukamanna, Hilmar þeirra Emma og Hönnu Rúnu, hafi náð að hrella mína menn aðeins. Hann á ekki langt að sækja fótboltahæfileikana, en hann og Emil Hallfreðsson landsliðsmaður eru bræðrasynir.  Spái því að þeir frændur spili saman í landsliðinu áður en langt um líður...og vona, að ef stráksi fer í stærra félag, að þá verði þeir bláu í Grafarholtinu fyrir valinu, ekki fimleikafélagið í Spurs búningnum.

Þar að auki er ég ánægður með, að úr því að FRAM féll út svona snemma, skuli það hafa verið gegn Haukum. Af ýmsum ástæðum var undirritaður tilnefndur til íþróttamanns Hauka 2005, þannig að maður er nú ekki alveg ókunnugur í Firðinum. En ég hef bara gott eitt um Haukana að segja.

En það bjargaði kvöldinu hjá mér, fyrir utan jafnteflið við Kasparov, að sjá KR falla út. Greinilega eiga Reykjavíkurstórveldin erfitt með KFUM liðin tvö, Val og Hauka, eða KFUM Hlíðarendi og KFUM Hafnarfjörður.


mbl.is Valur vann KR í vítaspyrnukeppni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband