Þriðjudagur, 10. júlí 2007
Húkkað far í Lúx
Jæja, erfiður dagur. Strákarnir fóru í Lúxembourg City, en ég sat heima og stúderaði fyrir Kasparov. Þeir ætluðu svo að sækja mig kl. 17.15 í síðasta lagi, en rétt yfir fimm hringdi Robbi í mig. Þeir voru þá fastir í ótrúlegri umferðarteppu og reiknaði GPS systemið hans Grétars það út, að þeir myndu, miðað við óbreyttar aðstæður, ná á svæðið 17.45, þ.e. kortéri eftir að skákin átti að hefjast.
Mér var semsagt ráðlagt, að taka leigara. En hótelgaurinn hringdi á leigara, en enginn laus fyrr en eftir dúk og disk. Ég lagði því af stað á puttanum, en ég var varla komin af stað, þegar bíll stoppaði og voila. Þá var það Belginn sem ég væóleitaði við skákborðið í gær og pabbi hans. Þar fékk ég solid far og mátti prísa mig sælann.
En aftur að Kasparov. Hann tefldi allan f...... í databeisnum, svo ég varð að circa hann út. Og auðvitað var þetta allt til einskis. Hann tók mann út í helstu teoríum í Paulsen og tefldi sama og ég tefldi gegn Hannesi Hlífari í einvígi okkar á Skákþingi Íslands síðast. Ég nennti ekki að bíða eftir að hann kæmi á mig og fór af stað á hann og gaf honum færi á hróksfórn sem hefði leitt til hörku sóknar hjá honum, en hann tefldi eins og hann ætlaði í þá leið. EN þar eyddi ég 15 mín til einskis því hann svaraði samstundis og hafnaði fórninni. Hefur greinilega treyst útreikningum minum, enda stóðst þessi fórn ekki, ekki frekar en fórnin hans gegn Robba í 2. umferð. En þetta var snjallt hjá honum, því nú fékk hann mjög þægilega stöðu og tel ég, að þar hafi ég haft stöðulega tapað. Amk taldi ég víst, að dagar mínir væru taldir en ákvað að sprikla á önglinum. Ég fórnaði síðan peðinu, sem hélt stöðunni saman en náði að virkja mennina og plata hann svoldið. Hann fann einu leiðina til að halda taflinu gangandi, en þegar við sömdum þá hefði ég frekar getað haldið áfram en hann, en staðan var samt teorískt jafntefli. Hann var ekki sáttur kallinn, en svona er lífið.
Hjörvar og Róbert sömdu jafntefli. Hannes líka með hvítu. Rúnar Berg vann glæsilega, eftir glæsilegt riddarahopp. Héðinn tapaði.
Ég fæ Hannes á morgun, en Robbi fær Fionu okkar. Og Héðinn fær Kasparov með hvítu. Spái ég, að þar fái Hvít-rússneski stórmeistarinn einn eitt áfallið gegn Íslendingunum í þessu móti.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.