Góðir félagar

"Þrír aðstoðarmenn fylgja honum yfir sundið í bát, þeir Ingþór Bjarnason sálfræðingur, Stefán Karl Sævarsson verkfræðingur og Heimir Örn Sveinsson tölvunarfræðingur."

Mér finnst þetta svolítið skondið. Hér er greinilega um vini kappans að ræða, en ég fatta ekki hvers vegna starfsheiti þeirra koma málinu við.

Svipað eins og ef ég ætlaði að heyja maraþonskákir a la Krummi, og mér til aðstoðar væru fjórir verslunarmenn og fimm ruslakallar. Það væri annað, ef til aðstoðar væru læknir, hjúkka og næringarfræðingur.

En jæja, breytir svosem engu. Þarna eru á ferðinni góðir félagar, greinilega. Og traustir vinir geta gert kraftaverk.


mbl.is Reynir að synda yfir Ermarsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband