Þriðjudagur, 10. júlí 2007
Morkinn morgunn í Lúx
Ég ætla að byrja á því að segja það sem ég hef gleymt undanfarið. Leiðin til Differdange.
Og þessi er sérstaklega tileinkum Jóhanni Hirti og öðrum "bæernissinnuðum" Garðbæingum, en við ökum á skákstað förum við framhjá þorpi, sem heitir næstum því Garðabær og reyndar fór svo að Rúnar Berg las "Garðabær" á skiltinu og hefur sá bær verið kallaður svo síðan. En það þarf ekki að taka fram, að við ökum beint framhjá. Þar er ekkert að sjá, eins og í vinabænum heima á Íslandi.
Og meira af nöfnum. Á skilti við bæjarmörk Bascherage stendur nafn bæjarins, þetta franska, en síðan orð, sem mér skilst að sé hið þýska nafn hans. En það er BIFF, sem er gælunafn á vel kunnum íslenskum skákmanni. Og rétt hjá hótelinu er stórt skilti: "Biff Car Wash". Jæja, svo Helgi er kominn í bílaþvottinn??
En jæja, Dagurinn í gær!
Ég vaknaði á sama tíma og venjulega hér, eða um sjöleytið og tölti niður í morgunmat. Aldrei þessu vant gat ég borðað eitthvað og var það góðs viti. Greinilega höfðu tvær máltíðir af hráu nautakjöti tekið sinn toll, en orðið að lúta í lægra haldi fyrir Svíanum að lokum. Robbi og Rúnar fóru í gönguferðir út í sveit. Robbi er búnað að kenna Rúnari þetta, en hann féll fyrir þessu göngusystemi þegar við vorum í Serbíu í fyrrahaust, en sjálfur varð ég hooked af þessu, þegar ég var á móti með Ágústi Sindra 2002, en sjálfur hefur hann vísast lært þetta af Margeiri, MP-bankamanni.
Síðan reyndi ég að stúdera aðeins fyrir IM Michiels, og gekk það svosem vel, meðan maður fékk frið fyrir msn-istum og öðrum truflunum (sem eru vissulega kærkomnar í hófi!). Síðan tóku við 2 klst stúderingar með Hjörra og síðan meiri stúderingar. Síðan um kl. 16 var ég sóttur. Við ætluðum í mat niðrí Differdange. Af einhverjum ástæðum loka helstu matsölustaðir hér í bæ kl 14.00 og opna aftur kl. 18.00. Þetta system hentar okkur frekar illa.
En við föttuðum ekki annað. Í fyrsta lagi er omögulegt að fá bílastæði og í öðru lagi voru næstum allir matsölustaðir í 20.000 manna bænum Differdange lokaðir á mánudögum. Þetta er semsagt dagurinn sem Lúxarar fasta eða elda sjálfir.
Við fundum loksins pizzastað sem var opinn. Þar pantaði ég mér "bara eitthvað", og fékk síðan pizzu með bacon og spæleggi! Svoleiðis hef ég aldrei séð áður og hef þó unnið á pizzastað. Þar var einn annar gestur, sem leit út eins og Mr. Bean, gekk eins og hann var jafn undarlegur í háttum og sá enski. Þetta var svoldið skondið.
En ég var svosem ekki svangur, frekar en venjulega, en ég varð að pína þetta ofaní mig. Hafði ekkert borðað nema súpu 1x síðan á föstudag og var orðinn frekar sloj. En þetta tókst. Um leið lagaðist hausverkurinn aðeins -- ég fatta ekki hvers vegna svoleiðis heimsóknir koma oftar á mig þegar ég er erlendis en heima.
Við mættum bræðrunum HS eldri og HS yngri á skákstað. Við ræðum jafnan aðeins við Hannes fyrir og eftir skákir, en hittum hann annars lítið. En af Héðni höfum við engar spurnir. Hann bara er þarna og hefur engin samskipti við okkur hina - gjóir kannski augunum til okkar þegar við mætumst á leið til eða frá Svíanum. Og síðan er hann bara horfinn, þegar skák er lokið, áður en einhver okkar getur þó ekki sé nema kastað á hann kveðju.
Þeir HSarnir búa á Threeland ****, í næsta þorpi við okkur hina. En mér skilst þó, að það hótel sé ekkert betra en Hotel Carpini okkar, í þægindum talið. Ég skoðaði herbergin þar á netinu og sýnist mér mitt herbergi vera stærra en þeirra og búið amk sömu þægindum. Og síðan er frábær restaurant á okkar hóteli. En þeirra herbergi kosta helmingi meira (en þeir fá vísast heldrimannaafslátt). (Já, gleymdi; það stóð á pöntunarsíðunni, að það væri internet á hótelum Hannesar/ Héðins og Róberts /Rúnars, en ekki okkar. En síðan kom í ljós, að netið þar er selt dýrum dómum, en hins vegar er gott net hjá okkur, og ókeypis, og er inni á herbergjunum!!! Snilld!)
En jæja, skákirnar gengu jafnan vel hjá okkur Mörlandanum eins og sagði frá í gærkvöldi. Og ekki var pörunin upplífgandi: Robbi og Hjörri tefla saman og ég fæ Kasparov í hefndarhug gegn Íslendingum.
En staðan hjá okkur Íslendingunum er, að Héðinn, Hannes og ég erum í 4.-21. sæti með 3/4, Robbi og Hjörri hafa 2/4, Rúnar Berg 1.5/4.
Veðrið passaði líka. Þegar heitt er heima á Íslandi er tiltölulega kalt hér í Lúx (og í Prag, skv. Hannesi). Hér var þá semsagt frekar kalt í gær og aftur í dag.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.