3.umferð

Kaupthing-R2-20070708_08Jæja, fyrst uppfærsla frá 2. umferð. Hannesi varð það á, að rugla saman tímamörkum í a- og b-flokki, og hélt því að hann fengi viðbótartíma eftir 40 leiki. En svo gilti aðeins um b-flokkinn. Agalegt að lenda í svona. Hann féll semsagt á tíma.

Update frá Robba. Kasparov sýndi af sér dónaskap, þegar RObbi vann hann í morgun. Hann rauk frá borðinu, tók ekki í hendina á Robba, raðaði ekki upp og hreytti einhverju út úr sér. Fífl. Þessi maður fær greinilega aldrei boð á mót á´Islandi. Annars var þetta snilld. Eins og menn vita hafði Robbi nú samræmt skáknafn sitt og löglegt nafn, en hann, sem hefur teflt undir Róbert Harðarson frá upphafi, heitir í raun Róbert Lagerman og teflir undir því núna. Og þegar Kasparov ætlaði að stúdera fyrir Robba, fann hann engan Lagerman í beisnum, nema nýlegar skákir og var ekki mjög pleased.

Nú, það verður að segjast að Íslendingar voru fjarri sínu besta í dag og flestir hálf meðvitundarlausir, þe í þriðju umferðinni. Héðinn var með hartnær unnið, að okkur fannst amk, en skákin endaði með jafntefli.

Rúnar Berg gerði jafntefli við Pocket Fritz, en vinur andstæðings hans stóð nær allan tímann yfir skákinni. RB fannst þetta óþægilegt, ekki síst þar sem þeir fóru síðan saman út og afsíðis, eins og þeir væru að ræða skákina. Hann kvartaði við skákstjóra. Þegar ég skrapp út að fá mér ferskt loft úr mollukennda salnum sá ég vininn vera með Pocket Fritz (eða svipað apparat) að leika sér og fór síðan beint inn að tala við vin sinn. Ég kvartaði við skákstjóra og það tvisvar. En ég held að þeir hafi ekkert gert. Algjör muppet. En greinilegt er, að náungi þessi tefldi mun verr þegar ég laumaðist á eftir þeim út og stóð rétt hjá og þóttist vera að horfa út í loftið. En niðurstaðan jafntefli. En vonandi munu skákstjórarnir góma kauða redhanded, þó ekki sé nema síðar.

Annars tefldi RB þetta ágætlega.

Nú, við hinir vorum allir meðvitundarlausir í byrjunni. Robbi og Hannes sögðust báðir vera gjörsamlega meðvitundarlausir, eftir erfiðar skákir fyrr um morguninn. Hannes vann samt, enda mótherjinn ekki sérlega sterkur, sagði hann, þrátt fyrir að tefla illa. EN Robbi tapaði.

Hjörvar var juðaður út af borðinu, eins og í 1. umferð. Þreytandi Hunsbragð, sem hvítur laumaði á strákinn, sem varðist þó ágætlega.

Ég hafði verið búinn snemma, en eytt mestum frítímanum í einvígi við Svíann og mætti á skákstað með bullandi hita og gjörsamlega lost eftir að hafa ekki getað borðað neitt nema eina súpuskál og eina jógúrt sl. 2 daga. Enda var ég gjörsamlega týndur fyrstu leikina, enda lak af mér svitinn og þurfti að þurrka af borðinu! Ég laumaðist síðan fram, þegar ég var kominn með hartnær tapað eftir innan við 10 leiki (held ég) og laumaði í mig einni parkódín forte. Smám saman lagaðist ég í hausnum og líkaminn stabíliseraðist. Jafnframt náði ég að finna bestu leikina, held ég, í mjög erfiðri vörn og rétta úr kútnum, þrátt fyrir að þessi gaukur hefði teflt mjög vel og jafnan fundið þá leiki, sem ég vildi síst fá á mig.

En síðan þegar ég hafði stöðvað sóknina réðst á hann og skildi kónginn minn eftir á miðborðinu á berangri með tvo hróka og drottningu við það að fara all in á hann. En með snyrtilegri "Hróksfórn" náði ég að skáka hann til og vinna síðan hrókinn til baka. Hann gafst þá upp, enda með koltapað endatafl. Sá var fúll.

Jæja, 3-3 í dag. Jæja, gat verið verra, en hefði átt að vera betra.

Og fyrir ónefnda íslenska skákáhugamenn, set ég með mynd af Fionu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband